Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Alþingiskosningar eru í dag. Akureyrarbæ verður skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, eina í Hrísey og eina í Grímsey.
Hér má sjá lista yfir kjördeildir á Akureyri.
Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla.
Kjörfundur hefst á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur einnig klukkan 9.00 en lýkur fyrr. Kjósendur þar eru hvattir til að mæta á kjörstað fyrir klukkan 17.00 en opið verður að lágmarki til 17.30, nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.
Gleðilegan kjördag!