Fara í efni
Umræðan

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi

Ágæti kjósandi í Norðausturkjördæmi. Þessa helgi, laugardaginn 25. september, kjósið þið fulltrúa ykkar á Alþingi fyrir næstu fjögur ár.

Ég fer fyrir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og bið um ykkar stuðning. Á framboðslistanum er ólíkt en öflugt fólk samstarfs og samstöðu með fjölbreyttan bakgrunn víða að úr kjördæminu. Ungt og kröftugt fólk - konur og karlar - er komið í framvarðarsveit ásamt hinum eldri sem búa að mikilli reynslu. Stoltur að tilheyri ég þessum góða hópi sem ég leiði.

Ég leita til þín

Ég leita til kjósenda í kjördæminu eftir umboði til áframhaldandi setu á þingi. Að baki standa hvorki sérhagsmunir né fyrirtæki. Öllum ætti að vera það ljóst þar sem ég er hvorki af valdafjölskyldu eða með sterka hagsmuni að baki. Óháður og reiðubúinn til að starfa af heilindum og krafti fyrir fólkið í kjördæminu. Sonur einstæðrar móður sem ól upp börn sín fjögur af elju og dugnaði. Lærði að fara vel með þær bjargir sem í boði voru, sanngirni, virðingu gagnvart sjálfum okkur og öðrum, einnig að hafa metnað og kjark til að sækja fram. Það var hollt veganesti.

Þingstörf mín

Frá upphafi þingferilsins, árið 2016, hef ég talað fyrir athafnafrelsi og einkarekstri, gegn oftrú ríkisrekstrar og öflugu miðstjórnarvaldi, auknu eftirliti og sköttum. Trú mín er að athafnafrelsi og velferð haldist í hönd og hver megi uppskera í samræmi við eigið framlag. Ég hef látið til mín taka á vettvangi atvinnu- og samgöngubóta, en ekki síst byggðamálum og byggðafestu, hugmyndaauðgi og framkvæmdarhug. Lengstum setið í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd þingsins og er nú varaformaður utanríkismálanefndar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Verið í virku sambandi við kjósendur Norðausturkjördæmis og víðar. Störf mín og áherslur eru aðgengileg í greinum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Lýðræðið blómstrar á landsbyggðinni

Kosningabarátta síðustu vikna í víðfeðmu kjördæmi hefur verið snörp. Í kosningum eigum við kost á vali milli margra ólíkra flokka. Ég trúi því að undir ólíkum áherslum vilji flestir mótframbjóðendur mínir einnig taka þátt í að stjórna og byggja upp betra samfélag. Þar er mikill ágreiningur um leiðir og forustu að því marki, miklu skiptir að sem flestir taki þátt og segi hug sinn. Í þannig samfélagi vil ég búa.

Sterkur hljómgrunnur og meðbyr

Á fundum og ferðum um kjördæmið síðustu mánuði hef ég fundið sterkan hljómgrunn sjálfstæðisstefnunnar og meðbyr í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisstefnan veganesti sem þarf í góða kosningabaráttu. Almenningur í landinu veit að trú á einstaklinginn og athafnafrelsi fólks er besta viðspyrnan. Í henni býr trú á tækifæri og bjartsýni til endurreisnar, uppbyggingar og verðmætasköpunar. Með þeim framfarahug byggjum við saman sterkari og blómlegri byggðir. Þannig verður Ísland land tækifæra fyrir alla.

Í sjálfstæðisstefnunni býr trú á tækifærin og bjartsýni til endurreisnar, uppbyggingar og verðmætasköpunar.

Njáll Trausti Friðbertsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00