Fara í efni
Umræðan

Kerfið fyrir fólkið

Framsóknarflokkurinn er rödd hinna dreifðu byggða á Alþingi. Hann talar fyrir velferð sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun um allt land. Flokkurinn hafnar öfgum og er rödd skynseminnar á Alþingi. Velsæld allra byggðarlaga á Íslandi er háð því að hægt sé að nýta hugvit til að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag. Raunveruleg verðmætasköpun er grundvöllur samhjálpar og velferðar. Fyrir því tala Framsóknarmenn.

Skynsamleg auðlindanýting

Við eigum öll mikið undir því að innlendum framleiðslugreinum sé búin sanngjörn og hvetjandi umgjörð þar sem sjálfbærni er í öndvegi. Velmegun Íslands byggir á skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Hvorki Alþingi né stjórnsýslustofnanir í Reykjavík skapa raunveruleg verðmæti. Þau verða til hjá fólki og fyrirtækjum þegar gjafir náttúrunnar til sjávar og sveita eru nýttar með dugnaði, frumkvöðlakrafti og hugviti.

Kolefnisjöfnun sem búgrein

Við Íslendingar eigum að setja grænar áherslur á oddinn. Verkin verða að tala. Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt, beitarskógar og kolefnisjöfnun eru verkefni sem fjölga grænum störfum um allt land. Lífræn framleiðsla, heimavinnsla og lítil brugghús eru vaxtarbroddar sem falla vel að grænum áherslum. Nýjar búgreinar eins og kolefnisjöfnun getur hæglega skotið rótum víða um land ef regluverkið er skilvirkt og skynsamlegt.

Fjölbreytni er lykillinn

Ef íslenskur landbúnaður á að blómstra þá verður að hlúa að fjölbreytni en á sama tíma verður að hagræða og búa til skynsamlegan ramma utan um stóru framleiðsluna sem þjónar fjöldanum. Lagabreyting sem auðveldar samstarf eða sameiningu kjötafurðastöðva er nauðsynleg til þess að sveitirnar og minni byggðalögin blómstri í alþjóðlegri samkeppni. Slík undanþága getur leitt til mikillar hagræðingar sem skilar sér í hærra afurðaverði til bænda og öflugri rekstri fyrirtækjanna.

Kerfið þarf að vinna með fólkinu

Að loknum kosningum liggur fyrir að mynda þarf nýtt ráðuneyti umhverfis- og landbúnaðarmála. Það er skynsamlegt og eykur skilvirkni sem leiðir til betri árangurs. Efling matvælaframleiðslu, skógrækt og landgræðsla eru allt er mikilvægt hagsmunamál fyrir lífskjör þjóðarinnar og atvinnusköpun á landsbyggðinni. Metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum verður ekki náð án samvinnu almennings, atvinnulífs, útgerða, stjórnmála og bænda. Kerfið þarf að vinna með fólki og fyrirtækjum og hjálpa okkur að skapa betra og grænna Ísland.

Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00