Fara í efni
Umræðan

Bikarmeistararnir og Hallgrímur fyrir valinu

Þjálfarateymi meistaraflokks karla í knattspyrnu. Frá vinstri: Steingrímur Örn Eiðsson, Hallgrímur Jónasson og Michael Charpentier Kjeldsen. Mynd af vef KA.

Bikarmeistarar KA í knattspyrnu eru lið ársins hjá félaginu og Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, var valinn þjálfari ársins hjá KA. Þetta var tilkynnt á 97 ára afmælisfögnuði í KA-heimilinu í gær. 

„Hallgrímur er klókur þjálfari sem leggur leikinn vel upp, hann er einnig metnaðarfullur og duglegur þjálfari,“ segir um valið á vef KA í dag. Það var eftirtektarvert, segir þar, hversu vel Hallgrímur lagði upp sigurinn gegn Val í undanúrslitum og úrslitaleikinn sjálfan. „Fyrirfram átti KA að vera minna liðið í þeim viðureignum en þegar á hólminn var komið þá unnum við sanngjarna og mikilvæga sigra fyrir félagið. Hallgrímur náði þar með að feta í fótspor Guðjóns Þórðarsonar að vinna stóran titil í knattspyrnu karla.“

Bikarmeistarar KA í knattspyrnu eftir sigur á Víkingum í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í september. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA varð Mjólkurbikarmeistari í fyrra, í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar Víkingar voru lagðir að velli, 2:0, á Laugardalsvelli í september. „Með sigrinum þá verður KA í Evrópukeppni sumarið 2025 sem er gífurlega mikilvægt fyrir félagið,“ segir á vef félagsins. „Dagurinn var frábær í alla staði en Akureyringar fjölmenntu suður og áttum við stúkuna, slík var stemningin. Á leið sinni í úrslitaleikinn vann liðið Lengjudeildarlið ÍR og Bestudeildarlið Vestra, Fram og Vals. Leiðin var því alls ekki létt og er liðið vel að titilinum komið.“

Tilnefningar til þjálfara ársins
 
Tilnefningar til liðs ársins

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00