Fara í efni
Umræðan

Ísland verði áfram land tækifæranna

Sjálfstæðisfólk hefur í þessum kosningum lagt áherslu á mikilvægi traustra efnahagsmála. Fylgt verði áfram þeirri efnahagsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um allt frá árinu 2013. Hin sterka staða efnahagslífsins og skynsamleg stjórn ríkisfjármála hefur gert okkur kleift að takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs kórónuveirunnar með árangursríkari hætti en flestum öðrum.

Nú þegar erum við á góðum vegi efnahagslegrar endurreisnar. Efnahagslífið sýnir viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Líkur eru á hagvexti á þessu og komandi ári verði meiri en reiknað var með. Fólk og fyrirtæki vilja stöðugleika og vöxt.

Stöðugleiki og sjálfbærni eru undirstaðan

Þennan stöðugleika og sjálfbærni ríkisfjármála þarf að tryggja um lengri tíma. Sjálfstæðisflokkur hefur sett fram það markmið að rekstur ríkissjóðs verði orðinn jákvæður fyrir lok nýs kjörtímabils. Þá fyrst og fremst með auknum útflutningstekjum og umbótum í opinberum rekstri. Áhersla lögð á forgangsröðun og virkjunar einkaframtaks við veitingu opinberrar þjónustu.

Verkefni til betri lífskjara

Lagður hefur verið grunnur að því að takast á við næstu áskoranir. Bjartsýni og uppbyggingarhugur skyldi ráða ríkjum. Sækja ákveðið fram með umbótum á ýmsum sviðum. Fjölmörg verkefni blasa við sem ráða miklu um lífskjör landsmanna.

Stuðningur nýrra atvinnuvegi, ryðja úr vegi óþörfum og skaðlegum hindrunum í rekstrarumhverfi, við stofnun fyrirtækja, leyfisveitingar og erlenda fjárfestingu. Betur má ef duga skal við að draga úr hömlum regluverks sem ekki þjónar skýrum tilgangi. Flækjustig og íþyngjandi kvaðir draga úr hvata til rekstrar og fjárfestinga. Regluverkið verður að einfalda sem og skattkerfið. Metnaður skyldi liggja í að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og samkeppni. Þannig bætum við enn lífskjör almennings og bætt samkeppnisstaða landsins ýtir enn frekar undir vöxt og verðmætasköpun og um leið almenna velsæld.

Draga úr þátttöku ríkisins á fjármálamarkaði með sölu á hlutabréfa í bönkunum. Fækka ríkisstofnunum og sameina aðrar með það að markmiði að auka getu þeirra til að sinna leiðbeiningarhlutverki sínu.

Einfaldara Stafrænt Ísland

Halda áfram að gjörbylta samskiptum og viðmóti hins opinbera gagnvart landsmönnum með Stafrænu Íslandi. Nýta við nútímatækni til að einfalda líf og samskipti fólks. Samskipti við hið opinbera færð í eina samráðsgátt. Þjónusta gerð aðgengilegri, hagkvæmari, einfaldari og fljótvirkari. Þannig nýtist skattfé almennings betur.

Lægri skattar

Í stjórnmálaályktun fjölmenns flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins nú í ágúst 2021 er sterk krafa um lækkun skatta – í þágu heimila og fyrirtækja. Þær skattakerfisbreytingar sem Sjálfstæðisflokkur hefur haft forystu um allt frá 2013 hafa miðað að því að létta byrðar launafólks og auka kaupmátt, styrkja afkomu fyrirtækja, hvetja til fjárfestinga, nýsköpunar og þróunar. Til að tryggja aukin lífskjör verður að halda áfram á þeirri braut og leita allra leiða til nýtingar fjármuna hins opinbera svo lækkun skatta sé möguleg.

Áframhaldandi endurreisn

Meginatriðið er það að efnahagsleg endurreisn Íslands byggi á og fylgi þeirri efnahagsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um. Einungis þannig getur Ísland nýtt hin mörgu sóknarfæri sín og verið áfram land tækifæra. Sannarlega er til mikils að vinna.

Njáll Trausti Friðbertsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00