Fara í efni
Umræðan

Hlýnun jarðar – bregðumst við strax!

Skýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur verið kynnt, gefur til kynna að hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður á Celsius fyrr en áætlað var (frá því fyrir iðnbyltingu), hugsanlega strax á næsta áratug þessarar aldar. Skýrslan er afdráttarlaus þegur kemur að tengslum útblásturs á koldíoxíði og hlýnunarinnar.

Grasrót Pírata hefur mótað metnaðarfulla kosningastefnu í þessu samhengi. Með metnaðarfullri aðgerðaáætlun skal stefnt í átt að kolefnishlutleysi sem tryggir sjálfbært samfélag fyrir komandi kynslóðir. Í stefnunni segir að meginábyrgð á samdrætti á losun gróðurhúslofttegunda liggi hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum, og að einstaklingar eigi að fá aukið valfrelsi og skýrari upplýsingar til að auðvelda þeim að velja umhverfisvæna kosti, óháð efnahag.

Við þurfum sameiginlegt átak til að búa okkur undir þær gríðarlegu samfélagslegu áskoranir sem eru óhjákvæmilegar til að tryggja réttlát umskipti fyrir öll. Við þurfum að gera stjórnsýsluna öfluga þannig að hún geti átt farsælt samstarf við aðila vinnumarkaðarins um réttlátar og áhrifaríkar aðgerðir. En metnaðarfull aðgerðaáætlun nægir ekki ein og sér. Hún verður að vera tímasett, fjármögnuð til fulls og hana verður að endurskoða reglulega.

Jafnvel þótt skýrslan gefi skýrt til kynna að markmiðið um að stöðva hlýnun jarðar sé innan seilingar, má alls ekki slá slöku við. Núverandi kynslóðir verða að hreinsa upp subbuskap fortíðar og nútíðar fyrir kynslóðir framtíðar. Píratar ætla ekki að láta sitt eftir liggja.

Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00