Fara í efni
Umræðan

Hafa beðið eftir 50 m laug í rúma hálfa öld

Stjórn Sundfélagsins Óðins bauð á dögunum frambjóðendum allra flokka sem taka þátt í kosningum til bæjarstjórnar á Akureyri á kynningarfund. Tilefnið var að sýna frambjóðendum „við hvaða aðstöðu eða aðstöðuleysi“ sundfélagið býr með tilliti til æfinga, keppni og félagsstarfs.

„Á fundinum var umræða um mikilvægi þess að hefja undirbúning að byggingu 50 m yfirbyggðar laugar sem fyrst. Það tekur tíma að undirbúa verkið enda að mörgu að hyggja t.d. þarf að ákvarða staðsetningu, hugsanlega breyta deiliskipulagi og hanna mannvirkið,“ segir á vef Óðins.

Finnur Víkingsson, formaður sundfélagsins, afhenti frambjóðendum yfirlitsteikningu af sundlaugarsvæðinu þar sem búið er að teikna inn 50 metra yfirbyggða sundlaug á svæðinu vestan við World Class, ásamt stuttri samantekt þar sem farið er yfir nauðsyn þess að 50m æfinga- og keppnislaug verði byggð sem allra fyrst á Akureyri, að því er segir á vef Óðins.

60 ára afmæli Óðins

„Stjórn Óðins benti á mikilvægi þess að fara eftir þeim samþykktum sem liggja fyrir um röð á uppbygginu íþróttamannvirkja á Akureyri. Það er mikilvægt að ekki séu teknar geðþóttaákvarðanir og verkefni færð fram fyrir önnur vegna þess að einhver félög hafa hátt og heimta uppbyggingu strax. Í þeirri áætlun sem unnin var fyrir nokkrum árum er bygging yfirbyggðar 50m sundlaugar í 7. sæti. Þegar hefur verið ráðist í þær framkvæmdir sem voru í 1. og 2. sæti og sú í þriðja sæti er hafin. Það liggur fyrir að næst verði farið í verkefni hjá Golfklúbbnum og Skíðafélaginu en síðan er röðin komin að Sundfélaginu Óðni.“

Síðan segir á vef Óðins: „Sundfélagið Óðinn hefur beðið eftir 50 m yfirbyggðri laug síðan 1969 en þá var fyrsta beiðni félagsins lögð inn til Akureyrarbæjar. Það væri því tilvalið fyrir Akureyrarbæ að skrifa undir samning við Óðinn um byggingu 50m innilaugar núna á haustdögum þar sem félagið á 60 ára afmæli þann 12. september.“

Möguleg sundlaug neðst til vinstri á myndinni, vestan við World Class. Mynd sem Finnur Víkingsson sendi Akureyri.net til að sýna fram á að nóg pláss er fyrir 50 laug á svæðinu.

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45