Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Kvennasveit Golfklúbbs Akureyrar sigraði í 2. deild Íslandsmóts golfklúbba og leikur því í 1. deild á næsta ári. Mótið fór fram á Flúðum, keppni hófst á miðvikudag og lauk í dag.
GA-stelpurnar mættu sveit Nesklúbbsins í morgun, í hreinum úrslitum um sigur í deildinni og höfðu betur, 2,5-0,5.
Sveitina skipuðu Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir, Björk Hannesdóttir, Kara Líf Antonsdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir. Ólafur Auðunn Gylfason var liðsstjóri.
Nánar hér á heimasíðu GA
GA-sveitin ásamt Ólafi Auðuni Gylfasyni liðsstjóra á Flúðum.