Fara í efni
Umræðan

Fyrsta heimatap Þórs kom gegn Stjörnunni

Maddie Sutton var öflug í fráköstunum í kvöld, að venju, tók 22 fráköst í leiknum. Myndin er úr leik Þórs og Tindastóls í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Stjarnan varð í dag fyrsta liðið til að leggja lið Þórs að velli í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar liðin mættust í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar fyrir tvískiptingu. Eftir hnífjafnan og spennandi leik máttu Þórsstelpurnar játa sig sigraðar og lauk þar með sigurhrinu sem staðið hefur í tæpa þrjá mánuði, en liðið tapaði síðast leik 16. nóvember og hafði ekki tapað heimaleik frá því í apríl í fyrra. Sigurhrinan var 12 leikir, tíu sigrar í Bónusdeildinni og tveir í bikarkeppninni, þar til í kvöld.

Esther Fokke skoraði flest stig Þórsliðsins, 29. Maddie Sutton heldur uppteknum hætti undir körfunni, tók alls 22 fráköst í leiknum og skoraði 19 stig. Hjá Stjörnunni voru Ana Clara Paz og Diljá Ögn Lárusdóttir atkvæðamestar með 29 og 26 stig.

Helstu tölur leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Esther Fokke 29 - 2 - 5
  • Amandine Toi 21 - 1 - 2
  • Maddie Sutton 19 - 22 - 5 - 39 framlagsstig
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir 6 - 3 - 0
  • Eva Wium Elíasdóttir 5 - 2 - 1
  • Hanna Gróa Halldórsdóttir 4 - 2 - 0
  • Natalia Lalic 2 - 3 - 1

Eftir tap Þórs í kvöld eiga bæði Keflavík og Njarðvík möguleika á að ná Þór að nýju, en bæði eiga þó erfiða leiki á morgun. Keflavík tekur á móti efsta liði deildarinnar, Haukum, og Njarðvík sækir Val heim. Haukar eru í efsta sætinu, hafa unnið 13 leiki. Þór er í 2. sæti með 12 sigra, en Keflavík og Njarðvík hafa bæði unnið 11 leiki. Þessi þrjú lið eiga leik til góða á Þórsliðið.

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 22:00

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019

Heimir Örn Árnason skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 13:30

Ó­sann­gjörn byrði á lands­byggðar­fólk

Ingibjörg Isaksen skrifar
17. febrúar 2025 | kl. 10:00

Takk Þór! Áfram fótboltaforeldrar

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 07:00

„Það er ómetanlegt að hafa griðastað“

Sonja Rún Sigríðardóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 06:30

Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi

Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
13. febrúar 2025 | kl. 10:20