Fara í efni
Umræðan

Hart barist í sigri Þórs á Snæfelli

Það var oft tekist hart á í leik Þórs og Snæfells í kvöld. Hér er það Andrius Globys sem á í höggi við Juan Luis Navarro (6) og Alejandro Rubiera (7) úr liði Snæfells. Sá síðarnefndi gæti verið að segja: Gettu hver! Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór vann Snæfell í 17. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik í kvöld, 93-87, eftir mikinn barning og átök, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Þórsarar eru því áfram í 5. sæti deildarinnar þegar fimm umferðum er ólokið. 

Þórsarar byrjuðu betur og leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn, náðu mest 17 stiga forskoti rétt eftir miðjan annan leikhluta, en Snæfell minnkaði muninn niður í níu stig áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir héldu svo áhlaupinu áfram, jöfnuðu og komust yfir um og eftir miðjan þriðja leikhluta. Eftir það var leikurinn meira og minna í járnum og mikil átök á köflum, spenna nánast alveg til enda. Þórsarar náðu þó að kveikja neistann að nýju um miðjan fjórða leikhlutann, tóku forystuna og héldu henni út leikinn, en ekki mátti þó miklu muna að gestirnir næðu í skottið á þeim. 

Það er sjaldséð að fjórir leikmenn úr sama liðinu þurfi að hætta leik þar sem þeir eru komnir með fimm villur, en það var engu að síður hlutskipti Hólmara í leiknum, þar af fóru þrír út á síðustu tveimur mínútunum. Ef til vill alveg jafn áhugavert að þrír af þessum fjórum sem náðu sér í fimm villur voru ekki í byrjunarliðinu. 

  • Gangur leiksins: Þór - Snæfell (27-16) (15-17) 42-33 (21-31) (30-23) 93-87 
    Byjunarlið Þórs: Andrius Globys, Orri Már Svavarsson, Reynir Bjarkan Róbertsson, Smári Jónsson, Tim Dalger.
    Staðan í deildinni
    Ítarleg tölfræði leiksins

Tim Dalger skoraði mest Þórsara í kvöld, 33 stig, en Reynir Bjarkan Róbertsson kom næstur með 26 stig, auk þess að taka 14 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Hjá Snæfelli var Khalyl Waters með 28 stig og Matt Treacy með 26 stig og átta fráköst, en hann fékk sína fimmtu villu þegar tæp mínúta lifði leiks.

Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar

  • Tim Dalger 33 - 7 - 1
  • Reynir Bjarkan Róbertsson 26 - 14 - 6 - 38 framlagsstig
  • Andrius Globys 13 - 8 - 0
  • Smári Jónsson 7 - 3 - 6
  • Orri Már Svavarsson 6 - 2 - 3
  • Veigar Örn Svavarsson 4 - 3 - 1
  • Andri Már Jóhannesson 2 - 0 - 0
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 2 - 0 - 0
  • Páll Nóel Hjálmarsson 0 - 1 - 0

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 22:00

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019

Heimir Örn Árnason skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 13:30

Ó­sann­gjörn byrði á lands­byggðar­fólk

Ingibjörg Isaksen skrifar
17. febrúar 2025 | kl. 10:00

Takk Þór! Áfram fótboltaforeldrar

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 07:00

„Það er ómetanlegt að hafa griðastað“

Sonja Rún Sigríðardóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 06:30

Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi

Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
13. febrúar 2025 | kl. 10:20