Fara í efni
Umræðan

Er draumajólatréð í Laugalandsskógi?

Eins og undanfarin ár er almenningur boðinn velkominn í Laugalandsskóg til að höggva þar sitt draumajólatré. Mynd: Facebooksíða Skógræktarfélags Eyfirðinga

Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólk velkomið í Laugalandsskóg á Þelamörk til að finna þar sitt draumajólatré. Ekki skiptir máli hversu stórt eða lítið tréð er, öll kosta þau það sama eða tíu þúsund krónur. 

Hægt er að koma í skóginn tvær helgar í desember og höggva tré að eigin vali. Helgarnar sem um ræðir eru  7,-8. des. og 14.-15. des. milli kl. 11 og 15.  Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Laugalandsskógur í Hörgársveit gegnt Þelamerkursundlaug. Sé ekið frá Akureyri er beygt til vinstri við bæinn Grjótgarð. Stjórnarfólk úr Skógræktarfélagi Eyfirðinga tekur á móti gestum og býður upp á kakó og ketilkaffi á staðnum. 

Þá verður líka hægt að kaupa íslensk jólatré í Kjarnaskógi og verður almenn jólatrésala opin alla daga milli kl. 10 og 18 frá og með 5. desember. 

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00