Fara í efni
Umræðan

Jólastemning á árlegri skemmtun í Kjarnaskógi

Myndir: Hilmar Friðjónsson

Fjöldi fólks lagði leið sína á Birkivelli í Kjarnaskógi í gær eins og venjulega þegar árleg jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga er haldin. Börn á öllum aldri skemmtu sér vel við leik og söng, dansað var í kringum rauðgrenijólatréð við grillhúsið og boðið upp á kakó og rjúkandi ketilkaffi. Dúettinn Birkibandið spilaði og söng og sveinar tveir sem sagðir eru búsettir steinsnar frá skóginum fallega – á Súlumýrabraut 347, litu við og skemmtu sjálfum sér og öðrum. Þar voru á ferð bræðurnir Hurðaskellir og Kjötkrókur sem fengu góðar viðtökur að vanda.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00