Fara í efni
Umræðan

Boðið upp á „trjágöngu“ um Akureyri í kvöld

Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á trjágöngu um Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 11. júlí, kl. 19.00. Gengið er um bæinn og merk tré skoðuð.
 

„Gangan hefst og endar á Ráðhústorgi og felur í sér að rölta rólega um fallega bæinn okkar og skoða græn svæði og merk tré. Gangan ætti að taka um 60-90 mínútur og öll eru velkomin!“ segir í tilkynningu.

Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins mun setja viðburðinn með stuttu opnunarávarpi, þá mun Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnastjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ, segja nokkur orð áður en Bergsveinn Þórsson, starfsmaður Skógræktarfélagsins, leiðir fólk af stað í trjágönguna.

Að göngu lokinni mun Skógræktarfélagið bjóða upp á brakandi heitt ketilkaffi og djús, að því er segir í tilkynningunni, og þátttakendur geta notið og spjallað.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00