Fara í efni
Umræðan

Búast má við hörkuleik í Höllinni í kvöld

Eva Wium í sigurleik gegn Grindavík fyrr í haust. Hún verður án vafa áfram í stóru hlutverki í Þórsliðinu í kvöld, eins og alltaf. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti liði Njarðvíkur í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik því Njarðvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar og Þór í 4. sæti. Þessi lið mættust í æfingaleik fyrir tímabilið og þar höfðu Þórsstelpurnar betur.

Keppni í efstu deild kvenna, Bónusdeildinni, er jafnari nú en oft áður. Fyrir ofan Þórsliðið eru Haukar, Njarðvík og Keflavík með sjö, sex og fimm sigra, en Þórsliðið hefur unnið fjóra leiki. Sigur í kvöld myndi því styrkja stöðu liðsins í efri hluta deildarinnar. Þórsliðið hefur hingað til unnið alla sína heimaleiki í deildinni og vann sinn fyrsta útisigur í síðustu umferð.

Með leiknum í kvöld, sem er í 9. umferð Bónusdeildarinnar, lýkur fyrri hluta deildarkeppninnar og Þórsliðið þar með búið að mæta öllum liðum deildarinnar einu sinni.

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Njarðvík
  • Staðan í deildinni

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15