Fara í efni
Pistlar

Dagur gerði 4 mörk og Montpellier sigraði

Dagur Gautason fagnar í leiknum í Montpellier í kvöld. Mynd af X reikningi félagsins.

Handboltamaðurinn Dagur Gautason gerði fjögur mörk í fyrsta leiknum með Montpellier Handball í Frakklandi í kvöld. Liðið sigraði  þá nágrannaliðið PAUC frá Aix 33:31 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Dagur og félagar eru þar með komnir í undanúrslit.

Dagur gekk óvænt til liðs við stórlið Montpellier frá Arendal í Noregi í byrjun vikunnar eins og Akureyri.net sagði frá mánudagskvöldið – sjá hér.

Montpellier, sem var á heimavelli í kvöld, byrjaði mun betur en staðan var þó jöfn í hálfleik, 16:16. Heimamenn höfðu fjögurra til sex marka forystu lungann úr seinni hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn aftur. Eftir að PAUC skoraði hálfri mínútu fyrir leiks var staðan 32:31 en það var Dagur sem gulltryggði sigurinn með síðasta marki leiksins þegar fimm sekúndur voru eftir.

Góð byrjun þetta hjá Degi.

Leikmenn Montpellier eftir sigurinn í kvöld. Dagur situr á hækjum sínum hægra megin við lukkudýrið. Mynd af X reikningi Montpellier Handball.

Skíðabelti

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 11:30

Hádegislúrinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30

„Mamma, á ég að borga kallinum?“

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. febrúar 2025 | kl. 10:00

Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
05. febrúar 2025 | kl. 09:00

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30