Fara í efni
Pistlar

Þórsarar töpuðu bæði á Selfossi og í Mosfellsbæ

Oddur Gretarsson var markahæstur Þórsara á Selfossi í gær - gerði níu mörk. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í handknattleik og knattspyrnu léku á útivelli í gær og töpuðu bæði.

Handboltaliðið hefur verið á toppi næst efstu deildar Íslandsmótsins, Grill 66 deildinni, frá því í haust. Þórsarar töpuðu fyrir Víkingum á útivelli í fyrstu umferð en höfðu unnið alla níu leikina síðan.

Þór hafði frumkvæðið framan af; komst í 2:0 og var einu marki yfir, 6:5, þegar 10 mínútur voru liðnar. Þá snerist dæmið við, heimamenn komust fram úr og litu ekki um öxl upp frá því. Munurinn í lokin var sex mörk, 34:28.

Lið Selfoss fór á toppinn, hefur 20 stig úr 12 leikjum en Þór er næstur með 18 stig að loknum 11 leikjum. Þórsarar hafa betur í innbyrðis leikjunum við Selfyssinga því þeir fögnuðu átta marka sigri á heimavelli, 34:26; fari svo að hvorugt liðið tapi fleiri stigum og verði jöfn að stigum í vor vinna Þórsarar deildina.

Mörk Þórs í gær: Oddur Gretarsson 9, Aron Hólm Kristjánsson 5, Hafþór Már Vignisson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Þórður Tandri Ágústsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Þormar Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 7 (17,1%)

Leikskýrslan

Þórsarar hófu keppni í A deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu. Þeir mættu liði Aftureldingar í Mosfellsbæ og steinlágu, 4:0. Staðan var 3:0 í hálfleik. Næsti leikur Þórs í mótinu fer fram í Boganum næsta laugardag þegar HK kemur í heimsókn.

Leikskýrslan

Skíðabelti

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 11:30

Hádegislúrinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30

„Mamma, á ég að borga kallinum?“

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. febrúar 2025 | kl. 10:00

Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
05. febrúar 2025 | kl. 09:00

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30