Kristján Gunnarsson – lífshlaupið

Kristján Gunnarsson fæddist 25. apríl 1948 á Akureyri. Hann lést 24. mars 2025.
Foreldrar hans voru Guðrún Björnsdóttir f. 11. nóvember 1916, d. 19. mars 1957 og Gunnar H Kristjánsson kaupmaður f. 3. ágúst 1909, d. 31. ágúst 1977.
Kristján var fjórði í röð fimm systkina. Systkini hans eru: Björn f. 1940, d. 1957, Guðrún Hólmfríður f. 1941, Ingibjörg f. 1944 og Gunnar f. 1952.
Eiginkona Kristjáns var Jóna Svanhildur Árnadóttir f. 22. nóvember 1948, d. 25. apríl 2023. Þau gengu í hjónaband 1. janúar 1971. Foreldar Jónu voru Jórunn Birna Sigurbjörnsdóttir og Árni Kristjánsson.
Börn Kristjáns og Jónu eru:
Rúnar Ingi f. 6. nóvember 1966, maki Björg Unnur Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Aron Ingi og Dögg. Sonur Daggar er Sebastian Skuggi. Fyrir átti Rúnar soninn Kristján Inga, barnsmóðir Hildur Sigurðardóttir. Sonur Kristjáns er Atlas Þór.
Guðrún Helga f. 25. nóvember 1967, maki Randver Karl Karlsson. Börn þeirra eru Kristján Karl og Birta Rún. Stjúpbörn Guðrúnar og börn Randvers eru Stefán Karl, Lilja Björg og Sævar Karl.
Kristján ólst upp í Hafnarstræti 86 á Akureyri þar sem faðir hans rak Verzlunina Eyjafjörð.
Kristján tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum á Akureyri og öðlaðist síðar meistarapróf í þeirri grein á Ljósgjafanum þar sem hann vann til ársins 1981. Þá hóf hann störf hjá Mjólkursamlagi KEA. Hann menntaði sig í mjólkureftirliti frá Bændaskólanum á Hvanneyri og starfaði lengst af við það hjá Mjólkursamlagi KEA, sem síðar var Norðurmjólk og MS eða til ársins 2013. Hann endaði starfsferil sinn í hlutastarfi hjá Bústólpa árin 2014 – 2017 við ráðgjöf um mjólkurgæði við bændur á starfssvæði Bústólpa.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 8. apríl, kl. 13.00.


Sigurður Bjarklind

Sigurður Bjarklind

Sigurður Bjarklind

Sigurður Bjarklind – lífshlaupið
