Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Bjarklind

Í dag er borinn til grafar fyrrum samstarfsfélagi úr MA sem hafði mikil áhrif á mig. Þykir sárt að geta ekki verið við útförina í dag.
 
Sigurður Bjarklind var einstakur maður, hann tók svo vel á móti mér þegar ég, 24 ára krakki, fór að kenna við MA. Ég bjó að því alla tíð að eiga hann að, alltaf tilbúinn að aðstoða og veita góð ráð. Hann var frábær kennari, sem ekki bara nemendur nutu góðs af heldur líka ég sem samkennari.
 
Margar góðar minningar rifjast upp t.d. öll Brunnárhlaupin, ferðirnar á Ystuvíkurfjall, skrafið á göngunum í MA, spjallið í sundlauginni, vísukornin sem hann gaukaði að mér, rökræðurnar um lífeðlisfræði (voru mér mun dýrmætari en allar mínar háskólagráður), við áttum það sameiginlegt að sækja okkur orku í útiveru og hreyfingu og nutum þess að ræða það og spá í hlaupaleiðum (hann var hafsjór af fróðleik þar eins og annars staðar). Hann var magnaður hlaupari og vissi að þar var áhugi minn líka, hvatti og kom með áskoranir sem ég stóðst sumar hverjar en fallhlífarstökkið fékk hann mig ekki til að prufa!
 
Hann var jákvæður og hvetjandi, sá styrkleika mína og kenndi mér að nýta þá. Hann var einstaklega stríðinn og ég fékk stundum að kenna á því – það má segja að hann hafi alltaf lífgað upp á vinnudaginn!
 
Þegar Siggi hætti kennslu í MA lét hann mig hafa ógrynni af kennsluefni sem hann átti og var það mér algjört gull. Ómetanlegur mentor. Einstakur maður.
 
Ég er afar þakklát fyrir vinskap okkar.
 
Blessuð sé minning hans.
 
Ég votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð
 

Sonja Sif Jóhannsdóttir

Sigurður Bjarklind

Jón Már Héðinsson skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 10:00

Sigurður Bjarklind

Jan Eric Jessen skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind – lífshlaupið

24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind

Jón Ívar Rafnsson og Karl Ásgrímur Halldórsson skrifa
24. febrúar 2025 | kl. 07:00

Sigurður Bjarklind

Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 06:00

Gísli Bragi Hjartarson

Snjólaug Sveinsdóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 11:15