Fara í efni
Minningargreinar

Þorgerður Kristjana Jónsdóttir – lífshlaupið

Þorgerður Kristjana Jónsdóttir fæddist á Tréstöðum í Hörgárdal 26. desember 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Árelíus Þorvaldsson f. 8. nóvember 1899, d. 12. febrúar 1976 og Ólafía Valgerður Hálfdánardóttir f. 21. október 1901, d. 22. september 1992.

Systkini Þorgerðar eru:

Þorgerður f. 6. október 1918, d. 21. febrúar 1939, Kristján f. 7. desember 1920, d. 20. apríl 2006, Þorvaldur f. 20. nóvember 1922, d. 24. nóvember 2014, Sigurvin f. 14. mars 1929, d. 9. apríl 2019, Kristrún f. 27. september 1931, d. 2. ágúst 2023, Málfríður f. 29. desember 1934.

Uppvaxtarár Þorgerðar – eða Gerðu í Teigi eins og hún var yfirleitt kölluð í seinni tíð – voru í Hörgárdal.

Eftirlifandi eiginmaður Gerðu er Stefán Þórðarson fæddur í Hléskógum í Höfðahverfi 31. desember 1935 en fluttist 9 ára gamall að Hjarðarholti í Laxárdal. Þau hófu búskap veturinn 1959 - 1960 í Hjarðarholti og síðar í Búðardal. Árið 1963 keyptu þau jörðina Teig í Eyjafjarðarsveit. Þau stunduðu þar sinn búskap og bjuggu á Teigi allt fram á sumarið 2023. Gerða vann lungann úr sinni starfsævi við að halda stórt heimili ásamt bústörfum. Óhætt er að segja að þau hjónin hafi stundað fjölbreyttan búskap sem telur m.a. seiðaeldi og kartöflurækt, einnig var búið með sauðfé og kálfaeldi var stundað um tíma. Lengst af var þó búið með svín og er enn gert.

Afkomendur Þorgerðar og Stefáns eru:

Stúlka andvana fædd 3. mars 1959.

Jón Stefánsson f. 12. febrúar 1960, maki Kristín Sigurðardóttir f. 23. desember 1964 og eiga þau einn son, fyrir átti Jón tvö börn með Evu Sólveigu Úlfsdóttur.

Nanna Stefánsdóttir f. 23. júní 1963, fyrri maki hennar var Hrafn Sigurðsson og eiga þau tvö börn. Seinni maki var Héðinn Björnsson og eiga þau eina dóttur.

Þórður Stefánsson f. 14. nóvember 1964, maki Kristbjörg Þóroddsdóttir f. 12. apríl 1966 og eiga þau þrjú börn.

Stefán Birgir Stefánsson f. 22. desember 1967, maki Herdís Ármannsdóttir f. 13. desember 1968 og eiga þau tvö börn, fyrir átti Herdís einn son.

Óli Valur Stefánsson f. 8. júlí 1970, maki Selma Bergmann f. 16. maí 1975 og eiga þau einn son, fyrir átti Selma einn son.

Ingvi Stefánsson f. 9. mars 1974, maki Selma Dröfn Brynjarsdóttir f. 18. mars 1975 og eiga þau fjögur börn.

Gerða lætur eftir sig stóran hóp afkomenda og telur fjölskyldan alls 59 manns.

Útför Gerðu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 7. desember klukkan 13:00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00