Fara í efni
Minningargreinar

Svanur Eiríksson – lífshlaupið

Svanur Eiríksson fæddist 26. maí 1943 á Akureyri. Hann lést 6. nóvember 2022.

Foreldrar hans voru Eiríkur Vigfús Guðmundsson kjötiðnaðarmeistari, f. 12.1. 1908, d. 27.5. 1983, frá Hróastöðum í Öxarfjarðarhreppi, og Anna Sigurveig Sveinsdóttir húsmóðir, f. 7.3. 1909, d. 17.10. 2003, frá Eyvindará, Eiðahreppi.

Systkini Svans eru: Sveinn flugmaður, f. 1936, d. 1956. Svavar skrifstofustjóri, f. 1939, d. 2006. Maki: Birna Sigurbjörnsdóttir, d. 2018. Börkur skrifstofustjóri, f. 1944. Maki 1: Ellen Svavarsdóttir, maki 2: Sigrún Ólafsdóttir. Karen hjúkrunarfræðingur, f. 1950. Maki 1: Sigvaldi Júlíusson, maki 2: Haraldur Helgason.

Hinn 10. október 1964 kvæntist Svanur Erlu Hólmsteinsdóttur, f. 8. desember 1943, tækniteiknara, fv. starfsmanni Íslenskra verðbréfa á Akureyri. Foreldrar hennar voru Hólmsteinn Egilsson forstjóri Malar og sands á Akureyri, f. 1915, d. 1995, og Margrét Sveinbjörnsdóttir, f. 1919, d. 2005, frá Hámundarstöðum í Vopnafirði.

Börn Svans og Erlu eru: 1) Hólmar, f. 1965, kona hans er Eyrún Svava Ingvadóttir og börn þeirra eru: a) Darri Rafn, f. 1991, maki Sigrún Sunna Helgadóttir, barn Sóley Birta, f. 2021. b) Hildur María, f. 1994, maki Martin Bergmann. c) Agnes Erla, f. 1996. 2) Sunna, f. 1974, maður hennar er Sævar Pétursson og börn þeirra eru: a) Viðar Örn Ómarsson, f. 1999. b) Valdimar Logi, f. 2006. c) Viktor Máni, f. 2008. d) Sif, f. 2010. 3) Eiríkur, f. 1977, kona hans er Elísabet Björk Björnsdóttir og börn þeirra eru: a) Brynja Lísa Þórisdóttir, f. 1996, barn Ísabella Sól, f. 2016. b) Alexander Svanur, f. 2007. b) Óliver Björn, f. 2008. c) Emilía Erla, f. 2014.

Svanur ólst upp á Suðurbrekkunni á Akureyri, í Möðruvallastræti 9, lauk stúdentsprófi 1963 úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri. Það haust hóf hann nám við Technische Hochschule í München í Þýskalandi. Lokapróf þaðan (Dipl.-Ing.) 1971. Sérnám í borgarskipulagsfræðum við sama skóla 1970-1972. Starfaði með skóla og eftir það á ýmsum teiknistofum við byggingar og skipulag, m.a. við ólympíuþorpið í München. Eftir heimkomu fjölskyldunnar 1973 starfaði hann á Vinnustofunni Veltusundi (Geirharður og Hróbjartur) til 1976 er hann hóf eigin starfsemi á Akureyri. Rak síðan Arkitekta- og verkfræðistofuna þar í bæ með Haraldi V. Haraldssyni arkitekt og Davíð Arnljótssyni verkfræðingi á árunum 1977-1981. Rak hann síðan eigin teiknistofu í Hofsbót.

Helstu verk Svans eru Glerárkirkja á Akureyri, Höfðakapella með líkhúsi á Akureyri og Grunnskólinn í Reykjahlíð. Hann var um árabil félagi í Lionsklúbbnum Hugin og síðar í Oddfellow-stúkunni Sjöfn. Svanur var ræðismaður (konsúll) Þýskalands í tæp 30 ár, 1979-2008. Hann var sæmdur heiðursorðunni „Verdienstkreuz der Bundesrepublik, I. Klasse“ árið 1998 fyrir störf sín í þágu Þýskalands.

Útför Svans Eiríkssonar fór fram í kyrrþey samkvæmt hans ósk.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00