Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Hermannsson – lífshlaupið

Sigurður Hermannsson fæddist 16. ágúst 1945 á Akureyri. Hann lést 28. apríl 2024. Foreldrar hans voru Hermann Vilhjálmsson f. 8. júni 1910 , d. 2. desember 1998 og Aðalbjörg Sigurðardóttir f. 8. apríl 1916, d. 21. júlí 2008. Systkini hans eru Hjörtur f. 1941, Svala f. 1944, Stefán f. 1948 og Brynjar f. 1956.

15. ágúst 1970 kvæntist hann Antoníu Marsibil Lýðsdóttur f. 17. október 1947, d. 30. júní 2011. Foreldrar hennar voru Lýður Bogason f. 16. september 1925, d. 22. júlí 2003 og Erla Guðlaug Magnúsdóttir f. 16. maí 1926, 1. nóvember 2006.

Dætur Antoníu og Sigurðar eru Kristín, skrifstofumaður, f. 8 júlí 1972 búsett á Akureyri og Erla Guðlaug, hjúkrunarfræðingur, f. 13. janúar 1975 búsett í Stokkhólm. Maki Erlu er Jakob Yngvason verkfræðingur, f. 25. janúar 1971. Erla og Jakob eiga tvo syni, þá Sigurð Yngva f. 25. október 2002 og Kristófer Anton f. 20. febrúar 2007.

Sambýliskona Sigurðar síðustu ár er Kolbrún Theodórsdóttir f. 10. júlí 1945, hennar börn eru Björgvin, Þóra og Harpa Birgisbörn

Sigurður lærði húsasmíði í Iðnskólanum á Akureyri. Að því námi loknu fór hann í tæknifræði í Tækniskólanum í Reykjavík.

Megin hluta af sinni starfsævi vann hann á Verkfræðiskrifstofu Norðurlands sem hann stofnaði ásamt fleirum. Síðustu 15 árin vann sem Umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra hjá Isavia.

Sigurður var virkur í félagsmálum og mikill Arsenal aðdáandi. Hann starfaði mikið fyrir Íþróttafélagið Þór, Lionsklúbb Akureyrar, Frímúrararregluna og Félag eldri borgara. Einnig var hann virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Á árum áður fór hann mikið í lax- og rjúpnaveiði. Eftir að hann hætti að vinna varð golf hans ástríða.

Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. maí 2024 kl. 13.00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00