Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Guðmundsson

Elsku Siggi bróðir minn,

Hvers sakna ég mest?

Að sjá þig hlæja, flissa og undirbúa einhvern hrekk. Að fá mig í lið með þér þar sem ég þykist ekki vita af þér þarna tilbúinn á bak við hurð til að láta einhverjum bregða svo mikið að sá hinn sami missir úr slag.

Að keyra með þér. Ég undir stýri, þú grípur svo fast í lærið á mér, öskrar og stappar í gólfið svo harkalega að ég er viss um að ég er búin að keyra á einhvern og er hreinlega heppin að hafa ekki botnað bensínið.

Að lesa frá þér svo viðbjóðslega fyndna og óviðeigandi brandara að líklega væri best að brenna símann og tölvuna með.

Að lesa eitthvað eftir þig.

Að heyra þig hlæja.

Að sjá þig reiðan.

Að sjá þig reykja.

Að heyra þig segja: „geturðu gert mér greiða?“.

Að þú biðjir mig um að kaupa eitthvað og koma með það heim í einhverju ævintýralegu magni.

Að sjá þig spenntan yfir einhverju sem þú varst að kaupa.

Að sjá þig þegar þú ert búinn klæða þig upp og gera þig fínan.

Að sjá þig í einhverjum búning.

Að sjá það í augunum á þér að þú sért stoltur af mér.

Að heyra að þú værir brjálaður yfir einhverju fyrir mína hönd.

Að sjá þig slafra í þig einhverjum dýrindis mat.

Að sjá þig drekka mjólk og borða köku.

Að sjá þig fá hugmynd og setja allt í gang.

Að sjá þig sofa í einhverjum sófa.

Að sjá þig á hraðferð.

Að sjá þig.

Að sjá þig.

Að sjá þig.

En mest sakna ég þess sem aldrei verður.

Veistu, ég var alltaf svo spennt að sjá þig? Því þú varst bara svo skemmtilegur.

Þér sem fannst svo gaman að vera til.

Takk fyrir allt.

Þín litla systir,
Dunda.

Kristján Gunnarsson

Rúnar Ingi Kristjánsson skrifar
08. apríl 2025 | kl. 06:00

Kristján Gunnarsson – lífshlaupið

08. apríl 2025 | kl. 06:00

Sigurður Bjarklind

Sonja Sif Jóhannsdóttir skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 12:35

Sigurður Bjarklind

Jón Már Héðinsson skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 10:00

Sigurður Bjarklind – lífshlaupið

24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind

Jan Eric Jessen skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 08:00