Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Friðriksson

Í dag fylgi ég elsku pabba mínum síðasta spölinn. Þetta er allt mjög óraunverulegt, en það kom að því að þú hafðir ekki lengur kraftinn, kraftinn sem einkenndi þig alla tíð. Ég man ekki mikið eftir þér sem barn sem er ekki skrítið þar sem þú varst mikið á sjónum. Unglingsárin man ég vel, þú varst strangur en alltaf varstu sanngjarn. Eftir að ég varð fullorðin hefur samband okkar verið einstakt og ég á eftir að sakna þín sárt, elsku pabbi minn. Ég er svo þakklát fyrir margt. Þakklát fyrir samband þitt og Konna, sem var svo traust og samband þitt við Söru og Auði sem einkenndist af alúð og ást. Þú vildir alltaf vita hvernig allt gengi hjá þeim og varst alltaf svo stoltur af þeim og öllum þínum afa- og langafabörnum. Við eigum margar góðar minningar og þeim eigum við eftir að deila með Natani, Tómasi og Theodóri, litlu ömmustrákunum mínum, sem þú dáðir og spurðir um daglega. Þeir eiga allir eftir að heyra sögur af langafa Sigga. Elsku pabbi, þú áttir stóra fjölskyldu og marga afkomendur og þín verður sárt saknað af svo mörgum. Við pössum upp á hvert annað og pössum elsku mömmu fyrir þig, því lofa ég.

Takk fyrir allt, pabbi minn, þín

Eva Dögg

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00