Fara í efni
Minningargreinar

Sigþór Bjarnason

Dandi, ertu aldrei fúll? Af hverju ætti ég að vera það? Ég hef ekki undan nokkrum sköpuðum hlut að kvarta. Hjónabandið er bara logn og blankalogn og börnin okkar eru dugleg og þeim gengur vel.

Þegar Magga spurði Danda að þessu, birtist mikil speki og gott lífsviðhorf í þessu einfalda svari.

Þetta lýsir honum svo vel og þetta kennir okkur svo margt. Enda var margt sem hægt var að læra af þessum góða vini okkar. Alltaf glaður og leit lífið og tilveruna björtum augum.

Dandi og Gauja voru samrýmd og samstiga í lífinu. Þau voru dugleg að gera ýmislegt saman og eignuðust mikið í minningabankann. Þau kunnu að njóta og dönsuðu saman í gegnum lífið.

Dandi var afskaplega dagfarsprúður maður. Hann var snyrtimenni og séntilmaður. Hann var alltaf flottur í tauinu, bíllinn stífbónaður, hjólin glansandi hrein og heimili þeirra hjóna var alltaf fínt og fágað. Dandi átti töfragrill. Það varð aldrei óhreint.

Dandi kenndi okkur svo margt, með sinni jákvæðni, gleði og æðruleysi. Lífsviðhorf hans og virðing fyrir öllu var aðdáunarverð. Það er öruggt að í sumarlandinu heldur hann áfram að dreifa gleði og hamingju og staðurinn verður einfaldlega betri við komu hans.

Á okkar heimili hefur á liðnum árum orðið til nýtt orðatiltæki. Ef okkur hefur fundist við lenda í mótbyr eða erfiðum aðstæðum segjum við einfaldlega „Tökum Danda á þetta“ og þá verður allt svo miklu auðveldara.

Við vottum Gauju, Sidda, Vidda, Elmari og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og blessa.

Margrét (Magga) og Oddur

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00