Fara í efni
Minningargreinar

Sigríður Árnadóttir – lífshlaupið

Sigríður Árnadóttir fæddist 14. maí 1930 á Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Hún lést 8. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Árni Jónsson bóndi á Finnsstöðum, f. 13. maí 1896, d. 17. maí 1967 og kona hans Stefanía Þ. Guðjónsdóttir, f. 2. september 1904, d. 2. desember 1998.

Sigríður var elst sex systkina en þau eru: Jón Steinarr Árnason f. 13. 12. 1932, d. 31. 7. 2009, Kristinn Árnason f. 4. 6. 1938, Sveinn Árnason, f. 16. 9. 1940, Guðný Árnadóttir, f. 18. 4. 1942 og Arinbjörn Árnason, f. 6. 4. 1946.

Sigríður giftist 22. desember 1957 Jóhanni Helgasyni frá Þórustöðum í Öngulstaðahreppi (Eyjafjarðarsveit). Jóhann var fæddur 16. janúar 1926 og lést 3. október 2021.

Sigríður og Jóhann eignuðust sjö börn en þau eru:

1) Stefán f. 8. 11. 1955, kona hans var Karólína Margrét Másdóttir d. 13. 1. 2024 og eiga þau fjóra syni og fimm barnabörn.

2) Helgi f. 3. 7. 1959, kona hans var Kristín Sólveig Eiríksdóttir d. 30. 10. 2021 og eiga þau fjóra syni og sjö barnabörn.

3) Árni f. 21. 6. 1960, d. 26. 11. 2014.

4) Hólmfríður f. 2. 6. 1962, eiginmaður hennar er Unnar Vilhjálmsson og eiga þau fjórar dætur og sjö barnabörn.

5) Sigríður f. 26. 12. 1963, eiginmaður hennar er Sigurður Sigurðsson og eiga þau fjóra syni og fimm barnabörn.

6) Eiríkur S. f. 8. 2. 1968, kona hans er Friðrika Tómasdóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn.

7) Jónína Þuríður f. 22. 8. 1969, eiginmaður hennar er Guðmundur Örn Sverrisson og eiga þau tvö börn.

Afkomendur Sigríðar og Jóhanns voru því 54 talsins.

Sigríður tók gagnfræðapróf við Alþýðuskólann á Eiðum og fór seinna meir í Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Hún starfaði í Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum og síðar á Símstöðinni á Egilsstöðum.

Hún og Jóhann kynntust á Egilsstöðum en stofnuðu heimili í Helgamagrastræti 44 á Akureyri haustið 1957. Þau fluttust í Hrafnagilsstræti 38 árið 1964 og þar fæddust tvö yngstu börn þeirra. Árið 1996 fluttust þau í Grundargerði 5 en eftir andlát Jóhanns fluttist Sigríður í Víðilund 24.

Á meðan börnin voru að alast upp var Sigríður heimavinnandi húsmóðir en fór í kjölfarið að sinna ýmsum störfum utan heimilis. Hún vann um tíma við saumaskap á saumastofunni Gefjun og síðar við ræstingar á Hótel KEA en lauk starfsferlinum við ræstingar og umsjónarstörf við Háskólann á Akureyri.

Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag 26. júní, og hefst athöfnin klukkan 13:00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00