Fara í efni
Minningargreinar

Sigríður Árnadóttir

Það var alltaf gott að koma bæði í Hrafnagilsstrætið og síðar í Grundargerðið til ömmu og afa og vorum við bræður reglulega í hádegismat á námsárunum. Heimagerði ávaxtagrauturinn og ekki síst kleinurnar voru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Þar var alltaf mikið hlegið enda stutt í húmorinn hjá þeim báðum.

Amma Sigga hafði einstakt lag á að grípa á lofti þegar einhver var að grínast og gat spunnið ótrúlegustu sögur til að halda gríninu gangandi, það var alltaf gaman í kringum ömmu.

Þá var hún dugleg að fylgjast með okkur barnabörnunum t.d. í íþróttum og átti sitt sæti í KA heimilinu. Þegar Andri var níu ára gamall tók hann loforð af ömmu sinni og afa að þau yrðu að lifa nógu lengi til að sjá sig spila handbolta með meistaraflokki KA og þau stóðu svo sannarlega við það og gott betur. Þá fannst okkur bræðrunum sérstaklega flott að þau amma og afi hafi kostað Alfreð Gíslason í Goðsagnahöll KA, en hann hafði á unglingsárum verið nágranni og mikill heimilisvinur þeirra í Hrafnagilsstrætinu.

Amma hafði einstaklega hlýja og góða nærveru, alltaf til í spjall og alltaf stutt í grínið. Við söknum þín amma.

Baldur Már, Andri Snær og Ágúst Stefánssynir

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Ingibjörg Gústavsdóttir

Úlfar Bragason skrifar
19. ágúst 2024 | kl. 06:00