Fara í efni
Minningargreinar

Rúnar Magnússon

Það haustar snemma á Íslandi, flest erum við líklega sammála um að sumarið sé full stutt á okkar góða landi. Gróðurinn sem lifnar við að vori mætti lifa lengur.

Rúnar Magnússon kokkur á Kaldbaki EA 1 lést í blóma lífsins, aðeins 55 ára að aldri. Hann gerði sjómennsku að ævistarfi, munstraði sig fyrst á togara Útgerðarfélags Akureyringa 1984, aðeins sautján ára gamall. Þarna var stefna unga mannsins til næstu áratuga tekin.

Góð sjómennska snýst í grunninn um liðsheild og samviskusemi, áhöfnin rói öll í sömu átt þar sem hver og einn þekkir sitt hlutverk í hvívetna. Þessir þættir voru ríkjandi í viðhorfi Rúnars til sjómennsku, enda naut hann virðingar og trausts skipsfélaga sinna, sem eðli málsins voru margir á langri og farsælli starfsævi.

Rúnar var svo að segja alla tíð á togurum Útgerðarfélags Akureyringa. Er Samherji kom að rekstri ÚA haustið 2011 var hann kokkur á Sólbak EA 1 sem fékk við þessar breytingar aftur sitt gamla nafn, Kaldbakur EA 1.

Nýr Kaldbakur, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til Akureyrar 2017 en þá voru liðnir hátt í tveir áratugir síðan nýsmíðað skip bættist í skipaflota Akureyringa. Þetta voru merk tímamót, ekki síst fyrir kokkinn Rúnar Magnússon og hans skipsfélaga á gamla Kaldbaki, sem færðu sig yfir á hið nýja og vel búna skip.

Rúnar var kokkur á Kaldbaki þar til hann kvaddi þennan heim, allt of snemma.

Nú taka við siglingar á nýjum slóðum og miðum.

Um leið og við þökkum Rúnari Magnússyni fyrir langt og farsælt samstarf, sendum við fyrir hönd Samherja, fjölskyldu hans og vinum dýpstu samúðarkveðjur.

Minningin um traustan og góðan dreng lifir.

Kristján Vilhelmsson
Þorsteinn Már Baldvinsson

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01