Fara í efni
Minningargreinar

Rúnar Heiðar Sigmundsson – lífshlaupið

Rúnar Heiðar Sigmundsson fæddist í Árnesi í Árneshreppi á Ströndum 8. apríl 1933. Hann lést á heimili sínu, Austurbyggð 17 á Akureyri, 8. september 2023.

Foreldrar Rúnars voru hjónin Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1895, d. 1973, og Sigmundur Guðmundsson, f. 1908, d. 1994, bændur á Melum í Trékyllisvík.

Rúnar Heiðar kvæntist 23. september 1956 Helgu Sigfúsdóttur, húsmóður og síðar skrifstofumanni, f. 30. desember 1935, d. 14. júlí 2017, en hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Vilborgar Gísladóttur, húsmóður og verkakonu, f. 1909, d. 2000, og Sigfúsar Kristjánssonar verkamanns, f. 1901, d. 1965.

Börn Rúnars Heiðars og Helgu eru:

1) Gunnar Örn, f. 1956, kvæntur Bryndísi Valgarðsdóttur, f. 1958, dætur þeirra eru Katrín Erna, f. 1985, gift Helga Vilberg Helgasyni, f. 1984, og Ásdís Björk, f. 1996, í sambúð með Birki Einari Björnssyni, f. 1993.

2) Sigrún, f. 1957, gift Magnúsi Magnússyni, f. 1956, en börn þeirra eru Andri Þór, f. 1979, fyrrverandi maki Hilde Sommersæter, f. 1984, Helga Guðrún, f. 1984, gift Agli Arnfinnssyni Heinesen, f. 1982, Heiða Berglind, f. 1989, gift Birki Erni Péturssyni, f. 1989, og Jón Heiðar, f. 1991, kvæntur Kötlu Ósk Rakelardóttur, f. 1994.

3) Sigmundur Ernir, f. 1961, kvæntur Elínu Sveinsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru Birta, f. 1990, í sambúð með Daníel Guðjónssyni, f. 1989, Rúnar, f. 1992, í sambúð með Piu Desai, f. 1993, Ernir, f. 1996, í sambúð með Sögu Ísafold Arnarsdóttur, f. 1994, og Auður, f. 2004, en fyrir átti Sigmundur Ernir þau Eydísi Eddu, f. 1985, d. 2009, og Odd, f. 1987.

4) Guðrún Sigfríð, f. 1967, gift Sigfúsi Arnari Karlssyni, f. 1965, og eru börn þeirra Helga, f. 1991, gift Sigmari Erni Hilmarssyni, f. 1990, Karl Gunnar, f. 1993, í sambúð með Karen Guðmundsdóttur, f. 1990, Trausti Snær, f. 1995, í sambúð með Gabríelu Rán Guðjónsdóttur, f. 1999, og Sóldís María, f. 1998, í sambúð með Pétri Ívari Kristinssyni, f. 1999.

Barnabarnabörn Rúnars Heiðars og Helgu eru 24.

Rúnar ólst upp í Árnesi og síðar á Melum þar sem foreldrar hans bjuggu til 1961. Eftir nám á heimaslóðum hélt Rúnar í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann varð stúdent 1955. Þá lá leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur að fjórum árum liðnum.

Rúnar varð skrifstofustjóri við Skattstofuna á Akureyri að námi loknu, en lengst af gegndi hann stöðu umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Norðurlandi, áður en hann stofnaði bókhaldsstofuna Framtal.

Útivist átti hug og hjarta Rúnars Heiðars alla tíð. Hann hafði unun af því að klífa fjöll og jökla og fara um óbyggðir landsins á sumrum, en á veturna spennti hann á sig gönguskíðin sem skiluðu honum upp um fjöll og heiðar.

Þá var Rúnar virkur í starfi Sjóstangaveiðifélags Akureyrar og keppti á mótum þess um langa hríð. Hann var gerður að heiðursfélaga í SjóAk 2014.

Útför Rúnars Heiðars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. október, kl. 13.00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00