Fara í efni
Minningargreinar

Rúnar Heiðar Sigmundsson

Þakklæti og virðing eru mér efst í huga þegar ég minnist elskulegs tengdaföður míns, Rúnars Heiðars Sigmundssonar, sem nú hefur kvatt okkur á tíræðisaldri. Traustið og alúðin sem hann sýndi mér og öllum börnum okkar Simma um alla tíð mun ylja mér um hjartarætur það sem eftir er. Og hann var hjartahlýr maður. Það geislaði af honum góðvild.

Ég les það líka úr augum allra barnabarna hans, svo og vaxandi fjölda barnabarnabarna, hvað hann var þeim mikilvægur. Það gat verið asi á gamla manninum, en með börnin í fanginu var hann rósemdin uppmáluð. Og það sem hann var stoltur af þeim öllum.

Sjálf get ég svo auðveldlega speglað mig í lífshlaupi þessa heilsteypta manns sem var alltaf með hugann við hreyfingu og útivist. Hann var hreystin uppmáluð og naut allra tækifæra sem í boði voru til að fara um fjöll og firnindi, ellegar að hlaupa um heimabyggð sína.

Dugnaðurinn í leik og starfi var raunar með ólíkindum. En þannig leið honum einmitt best. Á hreyfingu. Milli fjalls og fjöru. Alltaf að skora sjálfan sig á hólm. Þess vegna var erfitt að sitja með honum síðustu mánuðina og vikurnar þegar fæturnir höfðu gefið sig. Hann var kominn að leiðarlokum. Og fékk að kveðja í friði og ró með börnin sín við rúmstokkinn.

Eftir situr mynd af manni sem reyndist öllum heill og ráðagóður. Og fyrir það ber að þakka.

Elín Sveinsdóttir.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00