Rósa Antonsdóttir – lífshlaupið
Rósa Antonsdóttir fæddist á Hjalteyri í Eyjafjarðarsveit 27. febrúar 1943. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 30. maí 2023 í faðmi fjölskyldunnar.
Foreldrar hennar voru Anton Sigurður Magnússon, f. 28. febrúar 1922, d. 24. maí 1967, og Jóhanna Elín Sigurjónsdóttir, f. 12. ágúst 1921, d. 9. apríl 1973.
Systkini hennar eru þau Sigtryggur Birgir, f. 7. september 1945, Ester Jóhanna, f. 22. desember 1949, Anna Sigríður, f. 23. september 1951, og Magnús Jón, f. 28. apríl 1960.
Rósa giftist Þóroddi Hjaltalín, f. 7. júní 1943 þann 27. febrúar 1964. Foreldrar Þórodds voru þau Jakob Gunnar Hjaltalín, f. 2. júlí 1905, d. 25. apríl 1976, og Ingileif Jónsdóttir Hjaltalín, f. 7. mars 1904, d. 14. febrúar 1979.
Börn Rósu og Þórodds eru: 1) Eygló Hjaltalín, f. 15. ágúst 1965. 2) Jóhanna Hjaltalín, f. 3. apríl 1968, maki Jörgen Sigurðsson, f. 10. maí 1976, börn Jóhönnu eru: a) Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín, f. 3. október 1993, sambýliskona Katherine Lopes, f. 19. maí 1993. b) Ólafur Þór Hjaltalín, f. 15. júlí 2000, sambýliskona Anna Soffía Arnardóttir Malmquist, f. 10. apríl 1998, sonur þeirra er Birnir Þór Hjaltalín Malmquist, f. 7. apríl 2022. Sonur Jörgens er a) Alexander, f. 20. febrúar 2009. 3) Þóroddur Hjaltalín, f. 4. ágúst 1977, maki Anna Dögg Sigurjónsdóttir, f. 24. júní 1978, börn þeirra eru: a) Anton Orri Hjaltalín, f. 4. október 2004, b) Arnór Bjarki Hjaltalín, f. 10. september 2006, Aldís Dögg Hjaltalín, 28. janúar 2012, d) Jakob Fannar Hjaltalín, f. 31. maí 2014.
Rósa ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hún vann lengst af á Sambandsverksmiðjunum en einnig vann hún sem gangavörður í Síðuskóla og við afgreiðslu í versluninni Hagkaup. Rósa var mikill Þórsari, starfaði mikið fyrir félagið og vann ötult starf í kvennadeild Þórs. Rósa starfaði einnig í samtökunum SÁÁ og fyrir Sálarrannsóknafélagið á Akureyri.
Útför Rósu fer fram frá Glerárkirkju í dag, 8. júní 2023, og hefst athöfnin kl 10.00.