Fara í efni
Minningargreinar

Petra Benedikta Kristjánsdóttir – lífshlaupið

Petra Benedikta Kristjánsdóttir kennari fæddist þann 15. mars 1952 í Leyningi Saurbæjarhreppi. Hún lést 14. ágúst síðastliðinn á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Foreldrar Petru voru hjónin Sigríður Sveinsdóttir og Kristján Hermannsson í Leyningi. Systkini hennar eru: Áslaug f. 5. maí 1950, Haukur f. 17. apríl 1953, d. 1. október 2010, Erlingur Örn f. 31. mars 1957, Grétar f. 2. apríl 1959, d. 2. apríl 1959, Indriði f. 2. febrúar 1963, d.15. apríl 1992, Vilhjálmur Geir f. 21. janúar 1966.

Petra giftist Kristjáni Ásgeiri Þorvaldssyni árið 1976. Bjuggu þau á Akureyri og í Bergen í Noregi. Þau skildu árið 1989. Petra bjó síðar með Gísla Boga Jóhannessyni í 13 ár.

Börn Petru og Kristjáns eru:

Kolbrún Magnea f. 1. júlí 1978, maki Birgir Örn Steinarsson f. 1976, börn þeirra eru Lúkas Þorri og Kolbrá Kría.

Sigríður Elsa f. 15. september 1981, maki Gunnar Níels Ellertsson f. 1973, börn þeirra eru: Indriði Atli, Sigurbjörg Anna, Ellert Goði, Gísli Erik, Petra Sóley. Barnabarn: Hilma Líf Hafdal

Kristín Anna f. 7. apríl 1985, maki Ólafur Þór Magnússon, f. 1984, börn þeirra eru Aþena Mjöll, Ingveldur Myrra og Hrafney Krista.

Petra flutti ung til Reykjavíkur og hóf nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún vann síðan á leikskólanum Laufásborg en eftir 10 ár í Reykjavík flutti Petra norður á ný og stundaði ýmis störf en lengi vel vann hún á Sólborg, vistheimili fyrir fatlaða, og á Endurhæfingarstöðinni.

Síðar settist Petra aftur á skólabekk, útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og vann við kennslu þar til hún komst á eftirlaunaaldur. Petra kenndi í Melaskóla í Reykjavík, Valsárskóla í Svalbarðsstrandarhreppi og Brekkuskóla á Akureyri.

Eftir að Petra fór á eftirlaun starfaði hún sem sjálfboðaliði við íslenskukennslu hjá Rauða krossinum á Íslandi, allt þar til hún veiktist. Petra, sem var einstaklega listræn, sótti ýmis námskeið í gegnum ævina. Ung að aldri fór hún í Húsmæðraskólann á Laugum og það sem stóð upp úr á þeim tíma var handavinna, sem fylgdi henni alla tíð.

Petra var mikið náttúrubarn, undi sér hvergi betur en á hestbaki úti í náttúrunni og fræddi hún afkomendur sína óspart um fuglategundir, mosa og hraun. Einnig var hún mikill tónlistarunnandi og var gítarinn aldrei langt undan. Síðasta árið sitt söng Petra með Gleðikór Norðurlands.

Útför Petru Benediktu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, mánudag 26. ágúst, klukkan 13.00.

Sigurður Bergþórsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
24. janúar 2025 | kl. 13:00

Friðbjörn Axel Pétursson

24. janúar 2025 | kl. 06:00

Jan Larsen

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
16. janúar 2025 | kl. 18:00

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01