Fara í efni
Minningargreinar

Pálmi Stefánsson

Föðurbróðir minn og lærifaðir, Pálmi Stefánsson, lést þann 15. júlí. Ég á honum svo mikið að þakka.

Hann var algjör erkisnillingur. Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar stofnaði hann og stýrði hljómsveitinni Póló, sem var um skeið vinsælasta hljómsveit landsins og sum lög sveitarinnar lifa enn með landanum – Glókollur, Á heimleið og Lóan er komin eru þar á meðal.

Pálmi stofnaði hljóðfæra- og plötuverslun, Tónabúðina, á Akureyri á svipuðum tíma og Póló fór í gang. Erfiðlega gekk að fá íslenskar plötur til sölu, þar sem einhverjir útgefendur höfðu gert einkasölusamning við aðra verslun á Akureyri. Þá stofnaði hann Tónaútgáfuna og gaf út plötur með Póló, Geirmundi Valtýssyni, Ævintýri, Flowers, Ingimar Eydal, Kristínu Ólafsdóttur, Örvari Kristjánssyni og mörgum fleirum.

Tónaútgáfan gaf t.d. út fyrstu plötu Björgvins Halldórssonar og Lifun með Trúbrot, svo eitthvað sé talið og setti upp hljóðver á Akureyri.

Pálmi giftist úrvalskonunni Soffíu (Ossa frænka oftast kölluð), sem lifir mann sinn. Börn þeirra og barnabörn hafa heldur betur markað spor sín í menningu, listum, íþróttum og viðskiptum á Akureyri og víðar – enda ljómaði Pálmi af stolti í hvert sinn er hann talaði um börnin og barnabörnin.

Pálmi réð mig í afleysingar í Tónabúðinni fyrir tæpum 30 árum og hóf þá að siða mig aðeins til og kenna. Tónabúðin setti svo upp útibú í Reykjavík 1994 og þar starfaði ég lengi, fyrst í afleysingum og svo í fullu strarfi þar til verslunin var seld 2007. Lærdómsríkur og gríðarskemmtilegur tími.

Blessuð sé minning Pálma, hann var úrvalsmaður og ég á eftir að sakna hans mikið.

Ingvar Valgeirsson

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01