Fara í efni
Minningargreinar

Margrét Hrefna Ögmundsdóttir – lífshlaupið

Margrét Hrefna Ögmundsdóttir fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 1. ágúst 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 18. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson húsasmiður f. 26. júlí 1886, d. 20. ágúst 1956 og Oddný Sesselja Sigurgeirsdóttir húsmóðir f. 9. september 1903, d. 3. desember 1999.

Bræður Margrétar samfeðra voru Kolbeinn, Jóhann, Ólafur Þórarinn og Haraldur. Kjörsystir hennar var Hrefna, þau eru öll látin. Alsystir hennar er Guðný Þórunn f. 11. júlí 1937.

Margrét giftist 7. september 1957 Snorra Þór Rögnvaldssyni húsgagnasmiði f. 2. júlí 1926, d. 13. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Tímoteus Þórðarson f. 15. nóvember 1882, d. 26. mars 1967 og Ingibjörg Árnadóttir f. 28. júní 1888, d. 23. ágúst 1982.

Börn Margrétar og Snorra eru:

Rósa Björk f. 12. maí 1958 – d. 12. maí 1958.

Ögmundur f. 12. júní 1959 – maki Deslijati Sjarif, börn þeirra, Sidi Zaki Ramadhan, Gadidjah Margrét og Aisha Regína.

Oddný Stella f. 30. ágúst 1960 – maki Níels Einarsson, börn þeirra, Egill Þór, Snorri Pétur, Hrefna Rut og Unnur Stella.

Rögnvaldur Örn f. 23. september 1961 – maki Svetlana Beliaeva, dætur hans, Ásta Margrét, Lena Sif, Thelma Rut og Tinna Karen.

Ingibjörg Halla f. 2. desember 1962 – maki Hreinn F. Arndal, börn þeirra, Rakel Arndal og Birkir Arndal.

Kolfinna Hrönn f. 3. júlí 1965 – maki Raymond Sweeney, börn þeirra, Raymond, Daníel Þór og Sara Lind.

Hanna Margrét f. 4. apríl 1974 – maki Carl Martin Bræstrup-Olesen, börn hennar, Markus Thor og Helena Maria.

Langömmubörnin eru 12 talsins.

Margrét ólst upp á Illugastöðum í Fnjóskadal til sjö ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Leifsstöðum í Kaupvangssveit. Síðar bjuggu þau um nokkurra ára bil í Móbergi á Kljáströnd í Höfðahverfi og á Reykjum í Hrútafirði. Um 13 ára aldur flutti Margrét ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar og bjuggu þau að Helgamagrastræti 48.

Margrét gekk í barnaskólann á Grenivík og Barnaskóla Akureyrar, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og sótti nám einn vetur við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Sem ung kona vann hún við verslunar- og skrifstofustörf á Akureyri. Síðar á ævinni vann hún lengst af í Lundarskóla á Akureyri. Hún var félagslynd kona, tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Akureyrarkirkju og sótti ýmis námskeið í handverki. Margrét og Snorri byggðu sér hús að Goðabyggð 12 sem þau fluttu í 1960. Þar héldu þau heimili alla tíð síðan og sá hún um heimilið og uppeldi barnanna.

Útför Margrétar Hrefnu Ögmundsdóttur fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 25. júní og hefst athöfnin klukkan 10:00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00