Fara í efni
Minningargreinar

Kristinn Páll Einarsson – lífshlaupið

Kristinn Páll Einarsson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1949. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. mars 2022.

Foreldrar hans voru Einar Bjarni Þórarinsson, f. 1922 á Patreksfirði, d. 1979, og Anna Pálsdóttir, f. 1919 á Siglufirði, d. 2000.

Sammæðra bróðir Kristins er Jóhann Kasper Kröyer Egilsson, f. 1943. Samfeðra systkin eru Karl, f. 1944, d. 2019, og Erna, f. 1946. Alsystkin Kristins eru Elías Halldór, f. 1951, d. 2014, Guðmundína, f. 1955, og Halldóra, f. 1957.

Kristinn giftist 12. apríl 1971 Sóleyju Guðmundsdóttur, f. 8. júlí 1950 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristinsdóttir, f. 1908 á Kerhóli í Sölvadal í Eyjafirði, d. 2003, og Guðmundur Reynir Antonsson, f. 1921 á Akureyri, d. 1990.

Börn Kristins og Sóleyjar eru: 1) Halldór Sveinn, f. 1971, giftur Guðrúnu Karitas Bjarnadóttur, f. 1971. Börn þeirra eru a) Egill Fannar, f. 1993, b) Herdís Rún, f. 1995, c) Kári Steinn, f. 2005. 2) Kristinn Freyr, f. 1974. 3) Sigríður Ósk, f. 1976, í sambúð með Björgvini N. Ásgeirssyni, f. 1974. Börn þeirra eru a) Baldvin Freyr, f. 2000, b) Sóley María, f. 2007, c) Eva Júlía, f. 2009. 4) Davíð Már, f. 1986.

Kristinn ólst upp í Reykjavík. Hann réði sig til sjós 15 ára gamall og starfaði á fiski- og flutningaskipum á árunum 1964-1972. Hann lauk farmannaprófi 3. stigs frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1971. Kristinn hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík í maí 1972 og lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1974. Kristinn og Sóley fluttust síðan búferlum til Akureyrar árið 1975 og hóf Kristinn störf hjá Lögreglunni á Akureyri 1. júní 1975. Jafnframt starfaði hann sem stýrimaður á ýmsum flutninga- og fiskiskipum í sumar- og vetrarleyfum. Kristinn fór á eftirlaun árið 2014, 65 ára gamall, og hafði þá starfað sem lögreglumaður í 42 ár. Hann var einn af stofnendum Lögreglufélags Akureyrar og starfaði þar sem gjaldkeri, meðstjórnandi og formaður. Af öðrum félagsstörfum þá sat hann í stjórn lánasjóðs Stýrimannaskólans á námsárum sínum, var ritari Lyftingafélags Akureyrar á árunum 1979-1984 og starfaði í knattspyrnuráði Akureyrar árið 1982.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01