Fara í efni
Minningargreinar

Kristinn Páll Einarsson

Sem ungur piltur þá kynntist ég Kidda Einars þegar ég fékk að mæta einstöku sinnum í fótbolta með löggunni, seint á mánudagskvöldum í Skemmunni sálugu. Leiðir okkar lágu síðan saman þegar ég hóf störf á D-vaktinni á haustdögum 1988, rúmlega tvítugur og hann tæplega fertugur, en félagar urðum við fljótt. Þar var Kiddi aðstoðarvarðstjóri og áttum við eftir að eiga mörg ár saman í starfi og leik þar sem ýmislegt gekk á en ávallt voru okkur samskipti á léttum og góðum nótum, innan vinnunnar og ekki síður utan hennar.

Að skilgreina Kidda á einhvern ákveðinn stað er erfitt en sannarlega var hann veraldarvanur, flakkari og mikill sögumaður svo ekki sé meira sagt. Kiddi hafði á sínum yngri árum verið til sjós og siglt um flest heimsins höf og voru þær ófár stundirnar þegar hann vitnaði í hina ýmsu samferðamenn sína frá þeim tíma, sem flestir höfðu kostuleg viðurnefni, og lýsti uppákomum og atvikum sem gátu ávallt kætt mann. Oftar en ekki fylgdi leikræn tjáning sögunum sem var ekki síður hans sterka hlið. Flestar áttu nú sögurnar það sameiginlegt að hann hafði nú aðallega bara verið áhorfandi en ekki þátttakandi og efuðumst við nú stundum um það sannleiksgildi en létum hann njóta vafans.

Það að eiga slíkan samstarfsmann og félaga eins og hann er ekkert sjálfgefið og var hann ávallt boðinn og búinn að bregðast við og þjónusta. Í félagsstarfi og skemmtanahaldi okkar löggumanna lét hann sig ekki vanta og þá sérstaklega ekki þegar árleg samskipti okkar voru í gangi við lögreglumenn í Keflavík en þá hittumst við frá ólíkum landshornum, spiluðum fótbolta og tókum síðan létt skemmtanahald í kjölfarið. Ófár minningar standa eftir slíkar samkomur sem hafa yljað manni um hjartarætur sl. ár og munu gera áfram.

Þegar Kiddi lét af störfum í löggunni, 65 ára gamall, var hann á þeim stað að maður taldi hann eiga einhverja áratugi eftir og voru plön hans í takt við það. Hlutirnir breytast fljótt sem ætti að ýta við okkur hinum að meta lífið og njóta þess, er á meðan er.

Samúð mína vil ég votta Sóleyju, Halldóri, Kristni, Sigríði, Davíð og fjölskyldum þeirra en minningin lifir um góðan og skemmtilegan félaga sem fallinn er frá allt of snemma. Hvíl í friði gamli swinger.

Hermann Karlsson

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01