Fara í efni
Minningargreinar

Karólína Margrét Másdóttir

Kær æskuvinkona er fallin frá eftir erfið veikindi. Hún Kæja eins og við vinkonurnar kölluðum hana þótt Lína væri gælunafnið í fjölskyldunni. Við vorum fjórar mikið saman á skólaárunum. Kæja var lægst og tók stystu skrefin en alltaf þurftum við hinar að hlaupa við fót þegar við örkuðum með henni um bæinn hvort sem leiðin lá í bíó eða á aðrar samkundur. Það sama gilti einnig hin síðari ár þegar við gengum saman um götur Akureyrar.

Leiðir okkar allra fóru svolítið í mismunandi áttir eftir gagnfræðaskólann en einhvern veginn tókst okkur að halda sambandinu og á Kæja stóran þátt í því. Hún hitti hann Stebba sinn og fluttist fljótt út á land en var alltaf dugleg að hringja og láta vita þegar hún átti leið í bæinn. Þá fengum við símtal eða snjallskilaboð: Er að koma í bæinn. Eigum við ekki að hittast? Það var líka vel tekið á móti gestum á Eiðum og Akureyri þegar maður var á ferð um landið. Skipti ekki máli þótt stór fjölskylda mætti á staðinn, það var alltaf nóg pláss.

Kæja var áhugasöm um velgengni fjölskyldna okkar og vildi fá skýrslu um hvað hver og einn væri að gera. Hún var líka mikil fjölskyldukona. Hugsaði alltaf vel um sitt fólk og tók þátt í þeirra áhugamálum. Við fundum það sterkt þegar hún talaði um fjölskylduna og ekki síst núna síðustu mánuðina þegar veikindin voru farin að taka verulega á. Hún sagðist ekki hafa vitað að hún ætti svona vel upp alin börn eins og strákana sína og sagðist ekki vita hvernig hún fór að þessu. Við vitum að hennar væntumþykja og elja við að sinna fjölskyldunni skilaði sínu.

Við vottum Stebba, Baldri, Andra, Ágústi, tengdadóttur og barnabörnum okkar dýpstu samúð.

Vinkonurnar

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00