Fara í efni
Minningargreinar

Kári Árnason

Genginn er góður KA félagi, Kári Árnason íþróttakennari, en hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri, 2. júlí síðastliðinn, Kári var áttræður.

Kári var íþróttamaður góður. Það var sama á hvaða íþróttagrein Kári lagði stund á, frjálsar, badminton, tennis, fimleikar, þá var góður í þeim öllum. Þekktastur var hann þó án efa sem knattspyrnumaður en Kári lék bæði með KA og ÍBA á sínum glæsta ferli. Einnig lék hann 11 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var frábær leikmaður.

Kári studdi ávallt félagið sitt KA og eftir að hann hætti sjálfur að leika með meistaraflokki, þjálfaði hann yngri flokka og var um hríð aðstoðarþjálfari meistaraflokks. karla. Ófáar vinnustundir liggja eftir Kára á núverandi félagssvæði KA, hvort sem litið er til valla félagsins, félagsheimilis eða íþróttahúss.

Kári safnaði úrklippum úr starfi KA og er safn hans mikil og stórmerkileg heimild um starfið í félaginu. Safnið sýnir líka hug hans til KA því honum þótti afar vænt um félagið og lagði hann sig ætíð allan fram um að vinna félaginu gagn með óaðfinnanlegu verki.

Kári var hraustmenni og lagði meðal annars stund á fjallgöngur. Ekki er víst að margir hafi gengið oftar á Súlur en Kári, en ferðir hans á bæjarfjallið urðu alls 270, sú fyrsta 1961 en sú seinasta árið 2013.

Að leiðarlokum vottar stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar, fyrir hönd félagsmanna þess, Ásdísi Þorvaldsdóttur eftirlifandi eiginkonu Kára, börnum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúð sína.

Knattspyrnufélag Akureyrar

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00