Fara í efni
Minningargreinar

Kári Árnason

Nú kveð ég með söknuði Kára Árnason tengdapabba minn sl. 40 ár. Ég var svo lánsamur að eiga skemmtilegan tengdapabba og minningarnar margar og góðar. Ég man fyrst eftir Kára þegar hann kenndi mér sund í innilaug Akureyrarsundlaugar, það var sennilega sumarið 1976. Þá bar ég mikla virðingu fyrir Kára sem kennara og íþróttamanni, maður vildi leggja sig fram og sýna sínar bestu hliðar fyrir kennarann Kára. Virðingin fyrir Kára jókst bara eftir því sem ég eltist og kynntist Kára betur, hann var góður í öllu og ekki bara í íþróttum.

Ég átti fljótt auðvelt með að umgangast Kára, enda báðir með áhuga á flestum íþróttum. Það var alltaf veisla í Akurgerði þegar það voru  Olympíuleikar, eða Wimbledon, heimsbikarinn á skíðum, ég tala nú ekki um stórmót í handbolta eða fótbolta. Kári og Ásdís fylgdust með öllu og það var gaman að horfa með þeim og fara yfir hlutina.

Kári og Ásdís voru dugleg að heimsækja dætur sínar, hvort sem það var á Íslandi eða erlendis og var þá gjarnan farið á fótboltaleiki ef það var í boði. Það var t.d. gaman að vera með Kára á leik Englands og Argentínu á HM í Frakklandi 1998, í miðjum áhangendahópi Liverpool og Kári söng hástöfum með Englendingum fyrir leik, Rúgbrauð með rjóma á. Áhangendur Liverpool sungu eitthvað annað þegar David Beckham fékk að líta rauða spjaldið. Kári rifjaði líka gjarnan upp þegar Rafn Hjaltalín sýndi honum sambærilegt litakort í leik á Akureyrarvelli og var þá orðið þungt í okkar manni, Rafn sá sig knúinn til að skrifa skýrslu eftir þau samskipti.

Kári stundaði útivist og fjallaferðir af ástríðu og á ég ásamt fleirum úr fjöldskyldinni margar skemmtilegar minningar frá fjallgöngum með honum, mest í Eyjafirði en líka á suðvesturlandinu þegar við bjuggum þar. Í byrjun vetrar var byssa með til að ná í  jólamatinn og gjarnan farið á skíðum þegar leið á veturinn. Á haustin kom Kári oft með bláber heim úr fjallgöngum enda öflugur að tína. Synir mínir lærðu margt af afa sínum og máttu alltaf vera með, hvort sem það var að mála fyrir jólin, hreinsa rjúpurnar eða bara leika sér í fótbolta.

Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera samferða Kára og að synir mínir hafi átt hann sem afa, takk fyrir allt elsku Kári.

Jón Ingvi

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00