Kara Guðrún Melstað - lífshlaupið
Kara Guðrún Melstað fæddist á Akureyri 22. september 1959. Hún lést á heimili sínu í Wendgräben í Þýskalandi 31. maí 2021.
Eiginmaður Köru er Alfreð Gíslason fæddur 7. september 1959. Þau gengu í hjónaband árið 1980. Börn þeirra eru 1) Elfar fæddur 6. júní 1983, giftur Andreu Eiðsdóttur, fædd 8. október 1985. Börn þeirra eru Herdís fædd 29. júní 2011, Eiður fæddur 27. september 2013 og Kara fædd 22. júlí 2018. Barn Elfars af fyrra sambandi með Helgu Margréti Guðjónsdóttur er Karítas Hrönn fædd 11. maí 2006. 2) Aðalheiður fædd 4. júlí 1990 maki hennar er Falk Horn fæddur 25. júní 1990. 3) Andri Grétar fæddur 15. september 1994
Foreldrar Köru voru Grétar Stefán Melstað, fæddur 4. október 1931, dáinn. 6. janúar 1986, og Anna Sæmundsdóttir fædd 22. janúar 1937, dáin 5. september 1979.
Systkini Köru eru Sæmundur, fæddur 18. mars 1961, Margrét fædd 27. júli 1963 og Valgerður fædd 20. maí 1965.
Kara ólst upp á Akureyri og gekk þar í skóla. Hún var kennari að mennt. Um langt árabil bjó hún ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu i Þýskalandi.
Minningarathöfn um Köru Guðrúnu Melstað fer fram í Akureyrarkirkju í dag, 3. september, og hefst klukkan 13.00.