Fara í efni
Minningargreinar

Jón Sigurpáll Hansen

Það var einstakt fyrir okkur öll að fá að kynnast Jóni Hansen og eiga hann að vini og vinnufélaga. Jónsi var frábær fagmaður á sínu sviði, vandvirkur og samviskusamur svo eftir var tekið. Hann stóð sína plikt hvað sem á dundi en vildi ógjarnan hafa mörg orð um sín vel unnu verk. Við söknum vinar í raun og þökkum ljúfa samfylgd í gegnum tíðina.

Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi vipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.

En styrrinn aldrei stóð um þig,
– hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
(Jóhannes úr Kötlum)

Við vottum fjölskyldu og ástvinum okkar dýpstu samúð.

Guðríður Friðriksdóttir og starfsfólk umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

Gísli Bragi Hjartarson

Snjólaug Sveinsdóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 11:15

Gísli Bragi Hjartarson – lífshlaupið

14. febrúar 2025 | kl. 08:00

Gísli Bragi Hjartarson

Íþróttafélagið Þór skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 06:00

Einar Friðrik Malmquist

Þorsteinn Einar Arnórsson, Jakob Tryggvason, Egill Sveinsson og Sigfús Ólafur Helgason skrifa
10. febrúar 2025 | kl. 06:00

Brynjar Elís Ákason

Gísli Arnar Guðmundsson skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 15:00

Jóhanna S. Tómasdóttir

Jóhanna Sigrún Sóley Tómasdóttir og Leifur Enno Tómasson skrifa
07. febrúar 2025 | kl. 06:02