Fara í efni
Minningargreinar

Jón Laxdal Halldórsson – lífshlaupið

Jón Lax­dal Hall­dórs­son mynd­list­armaður fædd­ist á Ak­ur­eyri 19. júlí 1950. Hann lést 12. nóv­em­ber 2021 í Freyju­lundi, heim­ili sínu í Hörgár­sveit.

For­eldr­ar Jóns voru Hall­dór Ólafs­son úr­smiður og Odd­ný Lax­dal. Bræður hans eru Ólaf­ur og Hall­dór. Kona Ólafs er Gígja Gunn­ars­dótt­ir og dótt­ir þeirra Þóra Sif. Kona Hall­dórs er Hall­dóra Bjarney Skúla­dótt­ir og syn­ir þeirra eru Skúli og Sölvi.

Fyrri eig­in­kona Jóns var Odda Mar­grét Júlí­us­dótt­ir. Hún lést árið 1993. Dótt­ir þeirra er Val­gerður Dögg, eig­inmaður henn­ar er Snorri Arn­alds­son. Dæt­ur þeirra eru Odda Júlía og Ugla. Unnusti Oddu Júlíu er Ró­bert Sveinn Lárus­son.

Síðari sam­býl­is- og eig­in­kona Jóns er Aðal­heiður S. Ey­steins­dótt­ir. Dótt­ir þeirra er Brák, unnusti henn­ar er Þórir Her­mann Óskars­son. Börn Aðal­heiðar eru Arn­ar Ómars­son og Þórey Ómars­dótt­ir. Börn Þóreyj­ar eru Ylfa Marín Krist­ins­dótt­ir, Al­var Breki Krist­ins­son og Amel­ía Krist­ins­dótt­ir.

Jón varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1971 og lagði stund á heim­speki við Há­skóla Íslands á ár­un­um 1971 til 1975. Hann var einn af aðstand­end­um Rauða húss­ins á Ak­ur­eyri og stundaði eig­in mynd­list dag­lega alla tíð. Jón var ljóðskáld og starfaði með hljóm­sveit­un­um Norðan­pilt­um og Bjöss­un­um. Hann starfaði sem barna­kenn­ari í nokk­ur ár, við Lund­ar­skóla á Ak­ur­eyri, kenndi við Mynd­lista­skól­ann á Ak­ur­eyri og starfaði lengi í þjón­ustu­kjörn­um á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Jón fékkst við mynd­list frá ár­inu 1980 í fram­haldi af ljóðlist. Verk hans bera sterk um­merki ritaðs máls og heim­speki í bland við úr­smiðjuna sem hann ólst upp í. Með ár­un­um þróuðust verk­in í þrívíða fleti og sam­setta fundna hluti. Klippi­mynd­irn­ar eru þó hans aðals­merki og höf­und­ar­ein­kenni.

Mynd­list Jóns Lax­dal hef­ur verið sýnd mjög víða, bæði hér­lend­is og er­lend­is, og lista­verka­safn­ar­ar í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um hafa fest kaup á verk­um hans. Jón var titlaður bæj­arlistamaður Ak­ur­eyr­ar árið 1993 og mynd­list hans er í eigu Lista­safns Reykja­vík­ur og Lista­safns­ins á Ak­ur­eyri.

Útför Jóns Lax­dal verður í dag, 27. nóv­em­ber 2021, klukk­an 13 frá Möðru­valla­kirkju í Hörgár­dal. Þau sem ætla sér að vera við út­för­ina eru beðin að fara í hraðpróf fyr­ir komu.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01