Fara í efni
Minningargreinar

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

Jón Geir Ágústsson byggingartæknifræðingur og fyrrverandi byggingarfulltrúi á Akureyri fæddist 7. ágúst 1935 á Tjörn í Ólafsfirði. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. desember síðastliðinn.



Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson byggingarmeistari og Margrét Magnúsdóttir húsmóðir.

Hann var næst yngstur fjögurra systkina: Magnús d. 2022 , María Sigríður d. 2020, og eftirlifandi systir hans, Halldóra Sesselja.



Eiginkona Jóns Geirs var Heiða Þórðardóttir og bjuggu þau á Akureyri alla sína tíð. Heiða lést árið 2022. Þau eignuðust sex börn sem eru:



1) Signý, hennar börn eru Júlía Heiða, Victor og fósturbörnin Björn Þór og Birta Líf. Barnabörn Signýjar eru fimm.

2) Þórður, kvæntur Árdísi Fanneyju Jónsdóttur og þeirra sonur er Máni.

3) Margrét, gift Guðmundi Árnasyni og þeirra dóttir er Móheiður.

4) Þórdís, gift Sigurði U. Sigurðssyni og börn þeirra eru Geir, María og Jón Heiðar. Barnabörn Þórdísar og Sigurðar eru fimm.

5) María Sigríður, í sambúð með Stefano Pratesi og hennar sonur er Daníel.

6) Jóhann Heiðar, kvæntur Valdísi Rut Jósavinsdóttur og þeirra börn eru Fannar Már, Emilía Björk og Sara Mjöll. Jóhann og Valdís eiga eitt barnabarn.

Jón Geir fór til Noregs tæplega 19 ára gamall árið 1954 og lærði byggingartæknifræði við Tækniháskólann í Þrándheimi í tvö ár. Þegar heim var komið hóf hann störf hjá Akureyrarbæ og starfaði þar allan sinn starfsferil sem byggingarfulltrúi í samtals 43 ár. Hann var einn af stofnfélögum Myndlistafélags Akureyrar, afar listhneigður og lagði stund á hinar ýmsu listgreinar og tók þátt í sýningum. Hann hannaði fjölmörg hús á Akureyri, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús.

Útför Jóns Geirs fer fram í dag 19. desember frá Akureyrarkirkju og hefst kl. 13.

Jan Larsen

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
16. janúar 2025 | kl. 18:00

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00