Fara í efni
Minningargreinar

Jón Geir Ágústsson

Elsku afi Jón.

Nú er komið að kveðjustund.

Að hugsa til baka um allar góðu minningarnar sem við eigum úr Hamragerði ylja okkur um hjartarætur, fá okkur til þess að brosa og vera þakklát. Þið amma tókuð alltaf svo vel á móti okkur. Ófáar eru ánægjustundirnar sem við systkinin áttum með þér á verkstæðinu þínu heima í Hamragerði, þú hjálpaðir okkur að búa til ýmis verkfæri og leikföng sem gleymist aldrei. Sögurnar sem þú sagðir okkur af Jónsa á Tjörn í Ólafsfirði og allar hinar góðu minningarnar geymum við í hjarta okkar. Við systkinin munum heiðra minningu þína og ömmu um ókomna tíð.

Láttu nú ljósið þittloga við rúmið mitt.Hafðu þar sess og sæti,signaði Jesús mæti.(Höf. ók.)

Þín barnabörn,

Geir, María og Jón Heiðar.

Jan Larsen

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
16. janúar 2025 | kl. 18:00

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00