Fara í efni
Minningargreinar

Jón Ellert Guðjónsson – lífshlaupið

Jón Ellert Guðjónsson fæddist í Reykjavík 23. mars 1936. Hann lést á Akureyri í faðmi barna sinna fimmtudaginn 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, járnsmiður frá Þorpum í Strandabyggð, f. 1. maí 1902, d. 19. apríl 1940, og Sigurbjörg Bóel Malmquist Jóhannsdóttir, f. 17. nóvember 1915, d. 20. júlí 2008. Systur Jóns Ellerts eru 1) Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, f. 9. mars 1939, kvænt Viðari Hjartarsyni og eiga þau 2 börn. 2) Kristín Margrét Axelsdóttir, f. 17. ágúst 1951, kvænt Árna Árnasyni og eiga þau 4 börn.

Ellert giftist 15. júní 1961 Sólveigu Snæland Guðbjartsdóttur f. 8. apríl 1940, d. 4. nóvember 2000. Foreldrar hennar voru, Guðbjartur Marías Snæbjörnsson f. 4. júlí 1908, d. 18. nóvember 1967 og Guðrún Sigurðardóttir frá Torfufelli, f. 2 desember 1911, d. 3. júní 1984.

Börn Jóns Ellerts og Sólveigar Snæland eru 1) Guðjón Axel Jónsson f. 18. apríl 1962, búsettur í Noregi, var giftur Bjarneyju Hrafnberg Hilmarsdóttir, f. 6. janúar 1963, þau eiga tvö börn, Ellert Blæ, f.17. ágúst 2002 og Sólveigu Guðrúnu f. 14. desember 2004. 2) Guðbjartur Ellert Jónsson f. 15. júní 1963, búsettur á Akureyri, giftur Önnu Láru Finnsdóttir, f. 14. ágúst 1963, börn þeirra eru Tara Björt f. 6. maí 1987, Elís Orri, f. 21. ágúst 1992, giftur Sigrúnu Birtu Kristinsdóttir, f. 5. ágúst 1995 og eiga þau tvo syni, og Gauti Freyr, f. 18. júní 1996. 3) Sigurbjörg Rún, f. 29. maí 1968, gift Leonard Birgissyni, f. 24. janúar 1964, börn þeirra eru Hildur, f. 6. júlí 1990, gift Aroni Skúlasyni f. 2. mars 1990, og eiga þau þrjá syni, Hilmar f. 30. október 1991, maki er Sara Katrín Kristjánsdóttir, f. 18. janúar 1991 og eiga þau þrjú börn, Elvar, f. 30. október 1991, giftur Önnu Hlín Sverrisdóttur, f. 5. maí 1990, og eiga þau tvo syni.

Ellert ólst upp í Reykjavík til fjögurra ára aldurs eða allt þar til faðir hans fellur frá en fer þá í fóstur til föðurfjölskyldu sinnar, fyrst að Þorpum í Strandabyggð við Steingrímsfjörð og í beinu framhaldi að Dýrhól á Þingeyri, til Halldórs föðurbróðir síns og Þórhildar konu hans. Hann og Sólveig setjast að í Reykjavík eftir að þau giftu sig 1961 en flytja búferlum til Akureyrar 1969 og bjuggu þar síðan fyrir utan þrjú og hálft ár sem þau dvöldu á Ísafirði. Ellert starfaði sem stýrimaður á varð- og farskipum en síðar sem innkaupastjóri, fyrst hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og síðar hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Hann lauk starfsferli sínum sem veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu. Eftir starfslok sigldi hann í nokkur ár sem skipstjóri á Húna II. Ellert var jafnframt virkur í félagsstörfum m.a. í Lionshreyfingunni og í Frímúrarareglunni Rún.

Jón Ellert verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í gær, fimmtudaginn 25. júlí.

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00