Fara í efni
Minningargreinar

Jóhann Pétursson

Jóhann Pétursson, sem við kveðjum í dag, var sjómaður af lífi og sál. Hann gerði sjómennsku að ævistarfi sínu, sem háseti og netamaður á togurum Samherja í um aldarfjórðung.

Sjómennska snýst að stórum hluta um liðsheild, þar sem hver og einn sinnir hlutverki sínu af alúð og samviskusemi. Með slíku hugarfari verður til sterk og samhent áhöfn. Jóhann Pétursson var gæddur þessum eiginleikum sem prýða góðan sjómann og var því mikils metinn af sínum skipsfélögum. Það var hægt að treysta á þau verk sem hann tók að sér.

Þegar þessir þættir fara saman, myndast gjarnan einlæg vinátta og traust manna í millum.

Það var mikil gæfa fyrir Samherja að fá Jóhann í áhöfn Þorsteins EA haustið 1996. Síðustu fimm árin var hann háseti og netamaður á Björgvin EA þar sem eiginleikar góðrar sjómennsku nutu sín svo eftir var tekið, rétt eins og á öðrum skipum er Jóhann var í áhöfn. Þótt skipakostur taki breytingum, eru grunnatriði góðrar sjómennsku alltaf þau sömu.

Jóhann var hæglátur, lét frekar verkin og kunnáttuna tala. Einmitt þess vegna leitaði Samherji oft til hans vegna ýmissa verkefna á mismunandi skipum. Listinn yfir þau skip Samherja sem Jóhann var í áhöfn á þessum aldarfjórðungi er nokkuð langur, einfaldlega vegna þess að hans þekkingar var þörf. Fyrir vikið eignaðist hann marga vini, sem nú sakna og syrgja.

Það er þungbært að sætta sig við að Jóhann Pétursson, í blóma lífsins, hafi skyndilega verið hrifinn á brott af okkar jarðvist. Hann hefur siglt sína síðustu sjóferð í þessum heimi og við taka siglingar á nýjum slóðum.

Um leið og við þökkum Jóhanni Péturssyni fyrir langt og farsælt samstarf, sendum við fyrir hönd Samherja, fjölskyldu hans og vinum innilegustu samúðarkveðjur.

Guð styrki þau í sorg sinni.

Minningin um góðan og traustan samstarfsmann lifir.

Kristján Vilhelmsson
Þorsteinn Már Baldvinsson

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01