Fara í efni
Minningargreinar

Ingvi Rafn Jóhannsson

Nú er fall­inn frá tengdafaðir minn og vin­ur. Ég er stolt­ur af því að geta líka vísað til hans sem vin­ar míns því okk­ar sam­band var ein­stak­lega ljúft og gott. Ég held að aldrei hafi fallið styggðaryrði á milli okk­ar á þeim 43 árum sem okk­ar kynni stóðu. Þau hjón­in Sól­veig og Ingvi tóku mér af­skap­lega vel á þeirra ást­ríka heim­ili þegar ég varð heima­gang­ur í Löngu­mýri 22, 16 ára gam­all, þegar við Eyrún byrjuðum að skjóta okk­ur sam­an. Ég fann strax hversu ást­rík og hlý þessi stóra fjöl­skylda var. Ég spurði ein­hvern tím­ann hvort ekki væri stöðugt minni ást og vænt­umþykja til staðar per barn í átta systkina hópi. Þá var svarið: „Auðvitað ekki, hjartað stækk­ar bara með hverj­um af­kom­anda.“ Þetta skýrði ást­ríkið.

Við Ingvi Rafn fylgd­umst að yfir ólík ævi­skeið hans. Allt frá því að hann var rúm­lega fimm­tug­ur raf­virkja­meist­ari með eig­in versl­un og verk­stæði, yfir í að verða óvænt ekk­ill, fé­lags­málatröll og loks eldri borg­ari sem þurfti á aðstoð að halda til að geta lifað eins og hann vildi sjálf­stæðu lífi heima í Mýr­ar­vegi. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir því sem lífið bauð hon­um upp á, miklu frek­ar var ein­stakt hvað hann var alltaf þakk­lát­ur fyr­ir það litla sem maður gat gert fyr­ir hann. Þótt hann stæði sjálf­ur í ströngu gaf hann sér alltaf tíma til að spyrja frétta og hvað væri títt af mér og mín­um rétt eins og góðir vin­ir gera. Ég veit að ég var ekki einn um þessa upp­lif­un af sam­skipt­um við Ingva.

Fyr­ir nokkr­um árum tók­um við Eyrún „höbbðingj­ann“ (ekki prentvilla held­ur hörg­dælsk­ur framb­urður á höfðingj­ann) í bíltúr um Hörgár­dal­inn. Þar var nú minn maður í ess­inu sínu og sagði okk­ur sög­ur frá veru sinni í sveit­inni þar sem hon­um var komið í fóst­ur sex ára göml­um. Í Hörgár­daln­um var mikið hernaðarbrölt á stríðsár­un­um en bæði Bret­ar og síðar Banda­ríkja­menn voru þar með aðstöðu víða um dal­inn. Hann kynnt­ist her­mönn­un­um og lærði af þeim ensku og fyrr en varði var hann far­inn að hjálpa þeim að afla aðfanga hjá nær­liggj­andi bænd­um. Þeir voru hon­um þakk­lát­ir og kynntu hon­um tækni sem þeir notuðu og buðu hon­um í bíó, nokkuð sem fáir jafn­aldr­ar hans höfðu upp­lifað á þess­um árum. Ég held að þarna hafi krókur­inn beygst í átt­ina að því að mennta sig í raf­virkj­un og stunda síðar versl­un og viðskipti.

Ég er óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir að hafa eign­ast svona góðan tengda­föður. Hann var mér inn­blást­ur með svo margt í mínu lífi. Ekki síst hvað varðar afa­hlut­verkið sem ég hef ný­lega stigið inn í. Það hef­ur verið mér ómet­an­legt að hafa haft góðar fyr­ir­mynd­ir. Vin­ur minn orðaði það þannig um dag­inn að það að vera afi sé nefni­lega flókið jafn­vægi milli þess að vera til staðar þegar á þarf að halda og vera ekki fyr­ir þegar þín er ekki þörf. Ingvi Rafn kunni svo sann­ar­lega þessa list hvort sem var sem afi eða langafi. Hann var svo enda­laust stolt­ur af öll­um sín­um 47 af­kom­end­um sem öll lifa hann og það gladdi hann mikið.

Takk fyr­ir sam­fylgd­ina kæri tengdapabbi, ég veit að þú ert nú í góðum hönd­um og ert vafa­laust að taka aríu með góðum fé­lög­um.

Hólm­ar Erlu Svans­son

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01