Fara í efni
Minningargreinar

Hulda Lilý Árnadóttir

Í dag kveð ég mína bestu vinkonu, Huldu Lilý Árnadóttur.

Þegar ég hugsa til baka koma margar skemmtilegar minningar upp í hugann minn. Þar á meðal þegar við vinkonurnar unnum á kvöldin saman á Gefjun. Við bjuggum báðar í Lönguhlíðinni á móti hvor annarri. Til að stytta okkur leið í vinnuna á veturnar fórum við yfir Glerá þegar hún var ísilögð. Það vildi nú ekki betur til en að Hulda fór með annan fótinn í gegnum ísinn ofan í Glerá. Ég var fljót að kippa henni upp og í land. Okkur fannst þetta svo fyndið og gerðum okkur enga grein fyrir hættunni.

Okkar vinkonu samband var alltaf fallegt, skemmtilegt og mikil væntumþykja, einnig var endalaus gleði í kringum okkur. Það var líka ýmislegt sem okkur datt í hug, t.d þegar okkur langaði svo í jólatré. Við vorum hagsýnar húsmæður og vildum ókeypis jólatré. Þar sem það var verið að vinna í vegagerð á móti flugvellinum, sáum við falleg jólatré sem við urðum að bjarga þar sem þau lágu í vegakantinum. Annars hefðu þeim verið fargað. Að sjálfsögðu fórum við á volkswageninum hennar Huldu og náðum okkur í 5 stk jóltré og tróðum þeim í bílinn naumlega. Daginn eftir kom fyrirsögn í dagblaði að það hafi sést til tveggja kvenna stela jólatrjám. Þeir í flugturninum sáu til okkar … en þekktu okkur ekki.

Við áttum mörg sameiginleg áhugamál eins og prjóna, hekla og hverskyns handavinnu. Þegar ég var orðin þreytt á að hekla þá tók Hulda við og heklaði fyrir mig. Það var yndislegt að geta labbað yfir til Huldu í Undirhlíðina, því að við áttum aftur heima á móti hvor annarri.

Við vinkonurnar fórum margar og dásamlegar útilegur með fjölskyldu okkar um allt Ísland. Einnig ferðuðumst við reglulega saman erlendis.

Þau hjónin áttu þrjá yndislega syni. Elstur er Siggi Gunn, næstur er Arnar og yngstur var Eiríkur sem er látinn. Blessuð sé minning hans. Ég átti stóran part í Eirík og þekkti hann ekki lengi vel okkur Huldu í sundur, enda vorum við mjög líkar. Hann kallaði mig lengi vel mömmu.

Ég gæti rifjað endalaust upp skemmtilegar minningar um okkar tíma saman. Elsku besta Hulda mín kveð þig með sár í hjarta. Gleymi þér aldrei.

Þín besta vinkona,

Ranna

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01