Fara í efni
Minningargreinar

Helga Haraldsdóttir – lífshlaupið

Helga Haraldsdóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1943. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 27. júlí síðastliðinn.

Foreldrar Helgu voru Sigríður Pálína Jónsdóttir f. 24. mars 1913, d. 20. janúar 1993 og Haraldur Sigurgeirsson f. 6. október 1915, d. 15. apríl 2000. Systkini Helgu eru Agnes Guðný f. 19. nóvember 1936, d. 22. maí 2007, maki Ólafur Bjarki Ragnarsson, f. 28. júlí 1934, d. 10. febrúar 2013 og Sigurgeir f. 15. maí 1954, maki Lára Ólafsdóttir f. 3. febrúar 1955.

Fyrri eiginmaður Helgu var Skúli Gunnar Ágústsson f. 23. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Helga Jóhanna Ágústsdóttir f. 15. maí 1912, d. 28. nóvember 1996 og Ágúst Georg Steinsson f. 5. desember 1912, d. 21 desember 1998.

Dætur Helgu og Skúla eru:

1) Agnes Heiða f. 22. júní 1961, maki Árni Gunnar Kristjánsson f. 23. nóvember 1961, börn þeirra eru a) Skúli Gunnar f. 30. júlí 1986, maki Sigríður Katrín Magnúsdóttir f. 2. febrúar 1985. Börn þeirra eru Magnús Emil f. 30. apríl 2009, Árni Hrafn f. 16. nóvember 2012 og Hrafnhildur Emma f. 15. apríl 2017. b) Helga Rún f. 18 janúar 1990, synir hennar eru Eiríkur Skúli f. 14. maí 2017 og Björn Ómar f. 11. apríl 2021, faðir þeirra er Haraldur Geir Þorsteinsson f. 12. desember 1986. c) Unnur Anna f. 29. júní 1995, maki Charles Paul Guanci III f. 16. febrúar 1990, dætur þeirra eru Agnes Emma f. 14. ágúst 2017 og Ellen Rose f. 27. september 2021.

2) Auður Helga f. 28. mars 1963, maki Hjörtur Fjeldsted f. 18. október 1960, börn þeirra eru a) Viktor Helgi f. 30. júlí 1987, maki Kristrún Ösp Barkardóttir f. 3. júní 1990, synir þeirra eru Baltasar Börkur f. 2. mars 2012 og Henrik Hjörtur f. 22. júli 2016. b) Fanný Heiða f. 25. janúar 1990, unnusti Victor Pionet f. 6. nóvember 1990. c) Ágústa Hrönn f. 18. september 1994, unnusti Árni Hlynur Gunnarsson f. 29. júlí 1995.

Seinni eiginmaður Helgu var Alfreð Örn Almarsson f. 18. febrúar 1951. Foreldrar hans voru Guðrún Rut Danelíusdóttir f. 1. ágúst 1931, d. 6. febrúar 2007 og Almar Guðlaugur Jónsson f. 11. júní 1927, d. 14. desember 2006.

Sonur Helgu og Alfreðs er Almar f. 7. október 1980, maki Heiða Björk Vilhjálmsdóttir f. 2. ágúst 1981. Dóttir þeirra er Mía f. 25. júlí 2012.

Helga var góð íþróttakona á yngri árum og æfði margar íþróttir, m.a. sund og handbolta. Hún var KA manneskja fram í fingurgóma. Helga var 14 ára þegar hún kynntist jóga fyrst og heillaðist af jógafræðunum. Hún fór til New York árið 1995 í jógakennaranám og kenndi jóga í tæp 30 ár, einnig lærði hún höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og stundaði það í nokkur ár.

Helga vann við verslunarstörf á sínum yngri árum og síðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá 1972 þar til hún hætti vegna aldurs. Helga var mikilvirkur áhugaljósmyndari og í hópi kvenna sem myndaði félagsskapinn ÁLFkonur (ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur) á Akureyri. Eftir hana liggur fjöldi fallegra ljósmynda. Hún var traust og góð og var alltaf til staðar fyrir alla sem til hennar leituðu.

Útför Helgu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. ágúst klukkan 13.00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00