Heiða Þórðardóttir
Mín elskulega tengdamóðir og góð vinkona Heiða Þórðardóttir lagði aftur augun í hinsta sinn að morgni sunnudagsins 3. júlí sl. á 87. aldursári sínu.
Samleið okkar er búin að vera löng og góð og ég þakka þér elsku Heiða öll árin, þau eru rík af góðum minningum af samverustundum Háalundarfjölskyldunnar með ykkur hjónum.
Þær minningar eru okkur dýrmætar og munu lifa.
Þú varst einstök kona, umhyggjusöm, hjartahlý og traust. Það var fallegt að sjá hve vel þú fylgdist með þínum afkomendum og hve umhugað þér var um velferð þeirra.
Hvíl í friði elsku Heiða og takk fyrir allt.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja' í friðarskaut.
(Valdimar Briem, 1848 - 1930)
Þinn tengdasonur, Siddi