Heba Ásgrímsdóttir
Heba ljósmóðir vann stóran hluta sinnar starfsævi á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þar átti hún samleið með mörgum ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum og öðru starfsfólki. Við sem enn störfum á deildinni, minnumst Hebu með hlýju. Í okkar huga var hún einstök kona sem kom fram við samferðafólk sitt af virðingu og umhyggju og það voru forréttindi að fá að starfa henni við hlið.
Heba og Hallgrímur opnuðu heimili sitt í allmörg skipti fyrir öllum starfsmannahópnum á fæðingadeildinni þegar við héldum kalkúnakvöldin góðu sem n.k. árshátíð deildarinnar. Móttökurnar voru ætíð höfðinglegar og ákaflega glatt á hjalla.
Eftir að Heba hætti störfum á deildinni hélt hún sambandi við kollega sína m.a. í gegnum Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélagsins. Hún var einn af stofnfélögum þar og mætti glaðreif á fundi og viðburði félagsins á meðan heilsan leyfði.
Við þökkum Hebu fyrir samfylgdina og sendum Hallgrími og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Þegar komstu þá var hlýtt,þau voru okkar kynni,allt var göfugt, gott og blítter gafst í návist þinni,ef að jarðlífs mæddu meinmest var kærleiksdáðin,skorinorð og hjartahreinhollust gafstu ráðin.
Höf. ókunnur
Starfsfólk fæðingadeildar Sjúkrahússins á Akureyri.